fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Stunginn til bana í Himmerland – Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 04:44

Kion Hjaltalin Bertelsen og Mohammed Omar Royeq. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

35 ára maður var stunginn til bana í gærkvöldi í Haverslev í Himmerland á Norður-Jótlandi í Danmörku. Lögreglunni var tilkynnt um heiftarleg átök á bensínstöð í bænum um klukkan 21.30 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir karlmann sem hafði verið stunginn með hníf. Læknir úrskurðaði manninn látinn klukkan 21.48.

Lögreglan lýsti snemma í morgun eftir tveimur grunuðum í málinum með því að birta nöfn þeirra og myndir af þeim. Mjög óvenjulegt er að danska lögreglan birti nöfn og myndir af grunuðum svo snemma í rannsóknarferlinu. Fólk er hvatt til að hafa samband við lögregluna ef það veit hvar mennirnir halda sig og er hvatt til að koma ekki nærri þeim sjálft. Mennirnir heita Kion Hjaltalin Bertelsen og Mohammed Omar Royeq.

Mörg vitni hafa verið yfirheyrð og vettvangsrannsókn hefur staðið yfir í alla nótt. Talsmaður lögreglunnar segir að lögreglan hafi góðar gögn í málinu og góða mynd af atburðarrásinni. Það sé aðeins tímaspursmál hvenær mennirnir finnast.

Á fjórða tímanum í nótt var tvítugur maður handtekinn í húsi í Álaborg en hann er grunaður í málinu. Lögreglan hefur ekki viljað segja neitt meira um hver hann er eða tengsl hans við málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey
Pressan
Í gær

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár