fbpx
Pressan

2.835 hælisleitendur hafa horfið í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. september 2018 17:00

Flóttamenn í Danmörku.

Samkvæmt tölum frá embætti danska ríkislögreglustjórans hafa 2.835 hælisleitendur horfið sporlaust þar í landi. Allt er þetta fólk sem hefur fengið höfnun á hælisumsóknum. Talið er að margir séu enn í Danmörku og fari leynt. Einnig er talið að margir hafi farið úr landi og að sumir hafi jafnvel farið aftur heim.

Auk þessara 2.835 horfnu hælisleitenda veit lögreglan heldur ekki hvar 2.729 hælisleitendur, sem bíða eftir svari við hælisumsóknum, eru.

Þetta kemur fram í umfjöllun Radio24syv. Þar er haft eftir Trine Bramsen, talsmanni jafnaðarmanna í málefnum réttarvörslukerfisins, að þetta sé mikið áhyggjuefni. Hugsanlega sé fólkið enn í Danmörku og vinni þar ólöglega og grafi þar með undan dönskum vinnumarkaði. Í versta falli séu hugsanlegir hryðjuverkamenn í þessum hópi. Hún telur að lögreglan eigi að gera meira til að hafa uppi á þessu fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa