fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

„Dæmigerð mafíustarfsemi“

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. september 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Adam Howells gleymdi veskinu sínu í lest járnbrautarfyrirtækisins Arriva Trains Wales átti hann ekki von á öðru en að starfsfólk fyrirtækisins myndi afhenda honum það aftur með glöðu geði.

Annað kom þó á daginn.

Þegar Adam kom og sótti veskið var hann rukkaður um tvö pund, um 300 krónur, og auk þess var honum gert að greiða tíu prósent af þeim peningum sem voru í veskinu til fyrirtækisins.

Eins og gefur að skilja er Adam ekki sáttur við þessi vinnubrögð og vakti hann athygli á málinu á Twitter. Fyrirtækið benti honum á að þetta væri viðtekin venja, mismunandi upphæð væri rukkuð fyrir mismunandi hluti. Þannig rukkar fyrirtækið þá sem gleyma göngustöfum í lestunum þrjú pund, tæpar fimm hundruð krónur. Þeir sem gleyma farsímum geta vænst þess að þurfa að greiða 10 pund, 1.500 krónur.

Fjörugar umræður hafa verið um þetta fyrirkomulag lestarfyrirtækisins á Twitter og sitt sýnist hverjum. Tom Siddle, íbúi í Wales, segir að líkja megi vinnubrögðunum við mafíustarfsemi. „Fyrir það fyrsta er þjónusta fyrirtækisins ekkert sérstök en að dirfast að rukka einhvern um það sem er í veski viðkomandi á hverjum tíma er bara tækifærismennska. Þetta er dæmigerð mafíustarfsemi.“

Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið fái á hverju ári í hendurnar þúsundir hluta sem gleymast í lestunum. Fyrirtækið þurfi að halda skrá yfir þessa hluti og það kosti að geyma þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?