fbpx
Pressan

Florence lætur til sín taka: Sjór gengur á land og þúsundir án rafmagns – Sjáðu myndböndin

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. september 2018 10:08

Fellibylurinn Florence er búinn að ná landi í við strendur Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum og er sjór farinn að ganga á land með tilheyrandi flóðum og skemmdum. Talið er að 156 þúsund heimili séu án rafmagns.

Eins og kom fram í úttekt DV í gær er hættan á stórflóðum af völdum áhlaðanda mikil. Áðhlaðandi er breyting á stöðu sjávar vegna sterkra vinda sem þrýsta á yfirborð sjávar og öldurnar hrannast upp fyrir venjulega sjávarhæð. Þetta hefur þegar gerst og hefur sjór gengið á land, eins og sjá má hér að neðan.

Mikill vindur og úrkoma fylgir Florence sem eykur enn hættuna á flóðum, einna helst á svæðum við strendur ríkjanna. Búist er við því að Florence muni láta til sín taka alla helgina og hefur Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, varað við því að það versta sé ekki yfirstaðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa