fbpx
Pressan

Florence tekur land í Norður-Karólínu – 80.000 manns án rafmagns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. september 2018 04:32

Fellibylurinn Florence er nú að taka land í Norður-Karólínu en útjaðar fellibylsins er byrjaður að berja á ströndinni. Vindhraðinn hefur mælst allt að 160 km/klst. 80.000 manns eru nú þegar án rafmagns og reiknað er með að fleiri missi rafmagnið þegar líður á daginn. Dregið hefur úr styrk Florence og er hún nú komin niður á fyrsta stig í styrkleikaflokkun fellibylja. Það er þó engin ástæða til að slaka á vegna þessa því fyrir vikið fer Florence hægar yfir og því mun áhrifa hennar gæta lengur.

Veðurfræðingar segja að ástandið eigi eftir að versna eftir því sem Florence kemur lengra inn á land þegar líður á morguninn. Hætta er talin á að stór svæði við strendur Norður-Karólínu lendi undir allt að 3,3 metra djúpum sjó því Florence þrýstir sjó inn á land eftir því sem hún kemur nær landi.

Óttast er að Florence geti valdið tjóni á borð við það sem fellibylurinn Harvey olli í Houston á síðasta ári en þá fóru stórir hlutar borgarinnar undir vatn.

Í gærkvöldi var hraði Florence aðeins um 10 km/klst en vindur af fellibylsstyrkleika blés allt að 130 km út frá miðju hennar. Florence er um 650 km að þvermáli svo áhrifasvæði hennar verður stórt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa