fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Fornleifafræðingar fundu elstu teikningu heimsins – Líkist myllumerki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. september 2018 05:20

Elsta myllumerki heims. Mynd:Craig Foster

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar hafa fundið teikningu sem er talin vera elsta teikning sem fundist hefur fram að þessu. Teikningin er frá steinöld og er 30.000 árum eldri en elstu teikningarnar sem höfðu áður fundist. Þetta bendir til að forfeður okkar hafi notað málningu mun fyrr en talið hefur verið.

Teikningin er ekki neitt stórkostlegt og flókið listaverk. Hér er um að ræða línur á steini sem líkjast helst myllumerki eins og er mikið notað í dag á netinu. En þetta myllumerki er 73.000 ára gamalt og því mun eldra en internetið. Steinninn fannst í Suður-Afríku.

Vísindagrein um steininn hefur verið birt í hinu virta vísindariti Nature að sögn videnskab.dk.

Christopher Henshilwood, hjá háskólanum í Bergen, vann að rannsókninni. Hann sagðist hafa verið fullur efasemda í upphafi um teikninguna því hann hafi talið að þarna gæti alveg eins verið um náttúruleg strik að ræða á steininum. Þegar í ljós kom að þarna var um mannaverk að ræða hafi allt breyst því þetta sé ævaforn vitnisburður um geymslu upplýsinga utan mannsheilans.

Ekki er vitað hvaða þýðingu myllumerkið hafði fyrir þann sem teiknaði það en eflaust hefur það haft einhverja þýðingu fyrir viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“