fbpx
Pressan

Fornleifafræðingar fundu elstu teikningu heimsins – Líkist myllumerki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. september 2018 05:20

Elsta myllumerki heims. Mynd:Craig Foster

Fornleifafræðingar hafa fundið teikningu sem er talin vera elsta teikning sem fundist hefur fram að þessu. Teikningin er frá steinöld og er 30.000 árum eldri en elstu teikningarnar sem höfðu áður fundist. Þetta bendir til að forfeður okkar hafi notað málningu mun fyrr en talið hefur verið.

Teikningin er ekki neitt stórkostlegt og flókið listaverk. Hér er um að ræða línur á steini sem líkjast helst myllumerki eins og er mikið notað í dag á netinu. En þetta myllumerki er 73.000 ára gamalt og því mun eldra en internetið. Steinninn fannst í Suður-Afríku.

Vísindagrein um steininn hefur verið birt í hinu virta vísindariti Nature að sögn videnskab.dk.

Christopher Henshilwood, hjá háskólanum í Bergen, vann að rannsókninni. Hann sagðist hafa verið fullur efasemda í upphafi um teikninguna því hann hafi talið að þarna gæti alveg eins verið um náttúruleg strik að ræða á steininum. Þegar í ljós kom að þarna var um mannaverk að ræða hafi allt breyst því þetta sé ævaforn vitnisburður um geymslu upplýsinga utan mannsheilans.

Ekki er vitað hvaða þýðingu myllumerkið hafði fyrir þann sem teiknaði það en eflaust hefur það haft einhverja þýðingu fyrir viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa