fbpx
Pressan

Skelfileg mistök á sjúkrahúsi – Tilkynntu um lát manns sem var sprelllifandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. september 2018 16:30

Karlmaður á sextugsaldri lá á sjúkrahúsinu í Lillehammer í Noregi í vikunni. Aðfaranótt miðvikudags var nánustu ættingjum hans tilkynnt að hann væri látinn. En maðurinn var alls ekki látinn og var bara við ágætis heilsu.

Þegar leið á miðvikudagsmorguninn fékk fjölskyldan aftur tilkynningu frá sjúkrahúsinu og nú um að maðurinn væri lifandi og væri bara að drekka kaffi.

Í samtali við TV2 sagði Ole Jonas Rolstad, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins, að þar á bæ hafi verið gerð alvarleg mistök og biðjist sjúkrahúsið innilegrar afsökunar á þeim. Hann sagði að starfsfólk hafi ruglað manninum saman við annan sjúkling sem lést þessa sömu nótt. Mennirnir voru að hans sögn næstum alnafnar.

Ættingi mannsins sagði að fjölskyldunni hafi brugðið mikið við dánarfregnina enda hafi maðurinn ekki verið alvarlega veikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag