fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Space X hefur selt fyrstu ferðina umhverfis tunglið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. september 2018 14:30

Eldflaugaskot SpaceX. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðafyrirtækið Space X hefur skrifað undir samning við fyrsta viðskiptavininn um ferð umhverfis tunglið. Ferðamaðurinn verður sendur út í geiminn með Big Falcon eldflaug (BFR) en þær eru hannaðar til að flytja fólk langt út í geiminn.

Elon Musk, eigandi Space X, tilkynnti í febrúar á síðasta ári að fyrirtækið myndi fljúga með tvo ferðamenn umhverfis tunglið á þessu ári. Ekkert hefur þó orðið af því enn sem komið er.

Á Twitter skrifaði Space X að með undirritun samnings við ferðamanninn hafi verið stigið mikilvægt skref í þá átt að gefa almenningi tækifærti til að ferðast út í geiminn.

Rússar hafa sent ferðalanga út í geiminn, nánar tiltekið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. CNN segir að einkaaðilar hafi greitt Rússum allt að 20 milljónir dollara fyrir ferðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni