fbpx
Pressan

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. september 2018 15:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Á mörgum svæðum í Suður-Afríku hefur lögreglan misst alla stjórn á ástandinu og morðtíðnin er skelfileg. Lögreglumálaráðherrann segir að það vanti 62.000 lögreglumenn til starfa í landinu. Að meðaltali voru 56 manns myrtir á degi hverjum í landinu frá mars 2017 til og með mars 2018. Embættismenn segja að morðtíðnin hafi hækkað um 30 prósent á undanförnum sex árum.

Flest morðanna eru framin í Western-Cape héraðinu þar sem Cape Town (Höfðaborg) er og í Gauteng héraðinu þar sem höfuðborgin Pretoria er sem og stærsta borg landsins, Jóhannesarborg. Flest morðin eru framin í fátækum úthverfum borganna þar sem margir svartir og litaðir búa við bág kjör. Ójöfnuður í landinu er meiri í dag en hann var þegar Nelson Mandela tók við forsetaembættinu 1994, fyrstur svarta manna.

Bheki Cele, lögreglumálaráðherra, segir að líkja megi ástandinu við að Suður-Afríka sé stríðssvæði þrátt fyrir að friður ríki. Hann sagði að það vanti um 62.000 lögreglumenn til starfa. Landið uppfylli ekki lengur viðmið Sameinuðu þjóðanna um styrk lögreglunnar en samkvæmt viðmiðunum á að vera einn lögreglumaður fyrir hverja 220 íbúa.

Flest morðanna eru framin á svokölluðum „no-go“ svæðum en það eru svæði sem lögreglan hefur enga stjórn á og glæpagengi stýra. Lögreglan hættir sér ekki inn á þessi svæði og þar ríkir því algjör lögleysa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Fyrir 2 dögum

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag