fbpx
Pressan

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 16. september 2018 13:30

Robert Sharkey. Samsett mynd.

Karlmaður á þrítugsaldri braust inn í íbúð látins nágranna og stal debetkorti sem hann notaði meðal annars til að fjármagna pítsuát. Hinn 24 ára gamli Robert Sharkey braust inn í íbúð Marie Colon í Belfast á Norður-Írlandi í ágúst 2015, hún var látin og hann lét ekki neinn vita. Þess í stað stal hann debetkortinu hennar og notaði það til að borga símreikninginn sinn og matarinnkaup. Mestu eyddi hann á pítsastaðnum Dominos, eyddi hann rúmlega 6 þúsund pundum, eða 880 þúsund krónum, á tveggja ára tímabili. Breska dagblaðið Metro greinir frá þessu óvenjulega máli.

Colon fannst látin á heimili sínu í október 2017, hún hafði ekki sést lifandi frá því í janúar 2015.

Sharkey var handtekinn eftir að kortanotkun hennar var skoðuð, hann var færður fyrir dómara á þriðjudag þar sem hann játaði allar sakir. Var hann einnig ákærður fyrir að hafa stolið verkfærum, rafhlöðum og kaffibolla af heimili Colon. Honum var sleppt gegn tryggingu, refsing verður ákvörðuð í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag