fbpx
Pressan

Landamæravörður handtekinn eftir tveggja vikna morðæði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. september 2018 06:09

Landamæraverðir í Texas. Mynd:Wikimedia Commons

Bandarískur landamæravörður, Juan David Ortiz, var handtekinn á sunnudaginn grunaður um að hafa myrt fjórar konur á tveimur vikum og að hafa ætlað að myrða þá fimmtu. Sú náði að flýja frá honum og gera lögreglunni viðvart.

Ortiz, sem er 35 ára, gegndi stöðu yfirmanns hjá landamæraeftirlitinu í Texas. Hann var handtekinn aðfaranótt sunnudags á bílastæði í Laredo í Texas eftir leit lögreglunnar en hann hafði flúið frá lögreglunni daginn áður. Hann er grunaður um að hafa myrt fjórar vændiskonur frá því í byrjun mánaðarins.

Kona, sem væntanlega átti að verða fimmta fórnarlamb hans, náði að flýja frá honum á bensínstöð og gera lögreglumanni, sem þar var staddur, viðvart.

Saksóknari í Webb sýslu, Isidro Alaniz, sagði að embættið telji Ortiz vera raðmorðingja. Hann sagði að fimmta konan hafi fljótlega áttað sig á að hætta var á ferðum eftir að Ortiz tók hana upp í bíl sinn og hafi því flúið frá honum. Alaniz sagði að ekki væri talið að Ortiz hafi átt samverkamenn og ekki sé vitað hvað býr að baki morðunum.

Tvær hinna myrtu voru bandarískir ríkisborgarar en ekki er vitað um þjóðerni hinna tveggja. Allar störfðu þær sem vændiskonur. Ein þeirra var trans kona að hans sögn. Lík þeirra fundust fyrr í mánuðinum við Interstate 35 þjóðveginn í norðvesturhluta Webb sýslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Fyrir 2 dögum

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag