fbpx
Pressan

Bandaríkin ætla að taka á móti mun færri flóttamönnum 2019 en til þessa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 17:30

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að taka á móti færri flóttamönnum á næsta ári en þessu ári en þetta er annað árið í röð sem ríkisstjórnin sker niður í þessum málaflokki. Á næsta ári fá 30.000 innflytjendur og flóttamenn að hámarki að koma til landsins.

Á þessu ári mega 45.000 flóttamenn og innflytjendur koma til landsins og eru það færri en hafa fengið að koma á undanförnum árum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði í gær að ríkisstjórnin hafi gert endurbætur á stefnunni í þessum málum til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna og auka möguleikana á að aðstoða nauðstatt fólk um allan heim.

”Við erum og viljum vera örlátasta þjóð heims.”

Mörg mannréttindasamtök hafa gagnrýn Bandaríkin fyrir að taka á móti of fáum flóttamönnum. Samtökin Human Rights First fordæma þessa ákvörðun og segja hana vera skammarlega afneitun á verstu flóttamannakrísu sögunnar.

Til samanburðar má nefna að Bandaríkin tóku á móti 85.000 flóttamönnum síðasta árið sem Barack Obama sat á forsetastóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag