fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Boxari niðurlægði fíkniefnaneytanda úti á götu: Sjáðu myndbandið sem margir hafa hneykslast á

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billy Joe Saunders, heimsmeistari í boxi, hefur beðist afsökunar eftir að myndband þar sem hann sést niðurlægja fíkniefnaneytanda úti á götu leit dagsins ljós. Billy, sem er 29 ára, var í Rolls Royce-glæsibifreið sinni ásamt tveimur félögum sínum þegar þeir óku fram á konu sem sögð er langt leiddur fíkniefnaneytandi.

Billy og félagi hans gáfu sig á tal við konuna, sögðust hafa krakk í fórum sínum og buðust til að gefa henni það ef hún leysti ákveðin verkefni fyrir þá. Billy spurði hana hvort hún vildi fullnægja vini sínum kynferðislega í skiptum fyrir dópið og hvatti hana svo til að slá grunlausan vegfaranda í andlitið sem hún gerði. Fékk hún þau skilaboð að vegfarandinn, ungur karlmaður, væri barnaníðingur.

Þegar Billy og félagar hans höfðu lokið sér af óku þeir í burtu.

Mail Online birti umrætt myndband og segir að konan sé 37 ára og búsett í Nottingham. Lögreglan í Nottinghamhamshire segir að hún viti af myndbandinu og vinni að rannsókn málsins. Rætt verði við alla þá sem sáust í myndbandinu. Hugsanlegt er að Billy verði ákærður fyrir að bjóða eiturlyf til sölu og fyrir að hvetja til ofbeldis.

Billy baðst afsökunar á uppátæki sínu á Twitter eftir að myndbandið birtist. Í afsökunarbeiðni sinni sagði hann að um heimskulegan gjörning hafi verið að ræða og „grínið“ hafi gengið allt of langt. Margir hafa hneykslast á boxaranum og gagnrýnt hann harðlega. Hafa ófáir látið hann heyra það á Twitter.

Billy varð heimsmeistari í millivigt fyrst árið 2015 og hann mun freista þess að verja titil sinn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Demetrius Andrade í Boston í októbermánuði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“