fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sænsk rannsókn vekur efasemdir um aldursgreiningar á hælisleitendum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 19:30

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjungur þeirra karlkyns hælisleitenda sem koma til Svíþjóðar og eru sendir í aldursgreiningu geta fengið ranga aldursgreiningu. Það eru miklar líkur á að þeir séu taldir vera fullorðnir þrátt fyrir að hafa ekki náð fullorðinsaldri.

Þetta kemur fram í Svenska Dagbladet. Umfjöllun blaðsins er byggð á rannsókn á aldursgreiningum á um 9.600 karlkyns hælisleitendum Petter Mostad, einn af höfundum rannsóknarinnar, sagði í samtali við Svenska Dagbladet að „hættan á að barn sé talið vera fullorðið er miklu meiri en að matið sé á hinn veginn“.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikil óvissa fylgir aldursgreiningum á karlmönnum með þeirri aðferð sem beitt er í Svíþjóð og því geti verið að þriðji hver piltur hafi verið flokkaður sem „fullorðinn“ í sænska kerfinu vegna þessa.

Þeir sem eru yngri en 18 ára og sækja um hæli eiga rétt á sérstakri vernd vegna ungs aldurs og því sækja mjög margir um hæli og segjast vera yngri en 18 ára. Af þessum sökum láta innflytjendayfirvöld gera aldursrannsóknir á viðkomandi ef vafi þykir leika á um aldur hans. Aldursgreiningin er byggð á rannsókn á tönnum og hnjám viðkomandi. Þetta hefur verið gert síðan 2016. Í skýrslu sem var gerð þá fyrir sænsk félagsmálayfirvöld kom fram að líkurnar á að rangar niðurstöður fáist með þessari aðferð séu litlar. Þessi niðurstaða og rannsóknaraðferðin hafa síðan verið gagnrýnd af mörgum.

Á síðasta ári voru 9.617 hælisleitendur sendir í aldursgreiningu og niðurstaðan var að 7.810 þeirra voru eldri en 18 ára en 1.407 yngri en 18 ára.

Á fyrri helmingi þessa árs hafa 946 karlar verið sendir í aldursgreiningu byggðri á fyrrnefndri aðferð. 709 eru taldir vera eldri en 18 ára en 237 „hugsanlega“ yngri en 18 ára. Enginn hefur verið metinn sem örugglega yngri en 18 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug