fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 05:34

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir unglingar voru myrtir í húsi í miðbæ Þrándheims í Noregi síðdegis í gær eins og DV skýrði frá í gærkvöldi. Þriðji unglingurinn særðist en er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn, sem einnig er á unglingsaldri, var skotinn í fótlegg þegar hann var handtekinn. Hann er alvarlega særður en ástand hans er sagt stöðugt. Allir unglingarnir eru hælisleitendur.

Lögreglunni var tilkynnt um að nokkrir væru slasaðir í heimahúsi í miðbæ Þrándheims um klukkan 18 í gær. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir þrjá slasaða í íbúðinni. Einn var úrskurðaður látinn á vettvangi en hinir tveir voru fluttir á sjúkrahús. Annar þeirra var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Sá þriðji er ekki í lífshættu.

Lögreglan fann hinn meinta árásarmann við aðallestarstöðina í Þrándheimi um hálfri klukkustund síðar. Hann var skotinn í fótlegg við handtökuna. Hann er grunaður um að hafa myrt tvo og slasað einn. Árásarmaðurinn notaði ekki skotvopn en var vopnaður verkfæri að sögn lögreglunnar en hún hefur ekki skýrt nánar frá hvernig verkfæri var um að ræða.

Norska ríkisútvarpið segir að allir, sem tengjast málinu, séu hælisleitendur sem hafi komið einir síns liðs til Noregs. Þeir voru allir í umsjá sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?