fbpx
Pressan

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 05:34

Mynd: Wikimedia Commons

Tveir unglingar voru myrtir í húsi í miðbæ Þrándheims í Noregi síðdegis í gær eins og DV skýrði frá í gærkvöldi. Þriðji unglingurinn særðist en er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn, sem einnig er á unglingsaldri, var skotinn í fótlegg þegar hann var handtekinn. Hann er alvarlega særður en ástand hans er sagt stöðugt. Allir unglingarnir eru hælisleitendur.

Lögreglunni var tilkynnt um að nokkrir væru slasaðir í heimahúsi í miðbæ Þrándheims um klukkan 18 í gær. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir þrjá slasaða í íbúðinni. Einn var úrskurðaður látinn á vettvangi en hinir tveir voru fluttir á sjúkrahús. Annar þeirra var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Sá þriðji er ekki í lífshættu.

Lögreglan fann hinn meinta árásarmann við aðallestarstöðina í Þrándheimi um hálfri klukkustund síðar. Hann var skotinn í fótlegg við handtökuna. Hann er grunaður um að hafa myrt tvo og slasað einn. Árásarmaðurinn notaði ekki skotvopn en var vopnaður verkfæri að sögn lögreglunnar en hún hefur ekki skýrt nánar frá hvernig verkfæri var um að ræða.

Norska ríkisútvarpið segir að allir, sem tengjast málinu, séu hælisleitendur sem hafi komið einir síns liðs til Noregs. Þeir voru allir í umsjá sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag