fbpx
Pressan

Tvær skotárásir í Kaupmannahöfn í gærkvöldi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 04:40

Mynd úr safni. Danskur lögreglubíll.

Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar nú tvær skotárásir sem voru gerðar í borginni í gærkvöldi. 34 ára karlmaður var skotinn mörgum skotum í báða handleggi þegar hann var staddur við Lygten, sem er á milli Norðurbrúar og Nordvestkvarter. Tilkynnt var um skotárásina klukkan 22.38. Maðurinn er ekki í lífshættu.

Um klukkustund áður var fjórum skotum, hið minnsta, skotið á bíl við á gatnamótum Herlev Hovedgade og Herlev Ringvej í Herlev. Ökumaðurinn særðist ekki en hann náði að beygja sig þegar skothríð hófst. Ökumaðurinn hefur ekki getað gefið lögreglunni neinar upplýsingar sem geta varpað ljósi á málið.

Lögreglan er því litlu nær um ástæður skotárásanna eða hverjir voru að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag