fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í minnisblaði, sem samtök evrópskra flugvalla, hafa sent Michael Barnier, aðalsamningamanni ESB í Brexit viðræðunum við Breta, kemur fram að mikil vandræði séu fyrirsjáanleg á flugvöllum í álfunni þegar Brexit tekur gildi. Mikil vandræði eru að sögn fyrirsjáanleg í Keflavík vegna málsins enda gjörbreytist eftirlit með flugfarþegum frá Bretlandi í kjölfar Brexit.

Minnisblaðið er leynilegt en Sky News hefur komist yfir það. Ef ekki tekst að semja um málið munu að minnsta kosti sex milljónir flugfarþega, sem fljúga frá Bretlandi og þurfa að skipta um flugvél innan ESB, þurfa að fara í gegnum auka öryggiseftirlit á flugvöllum.

Í minnisblaðinu kemur fram að evrópskir flugvellir séu ekki í stakk búnir til að takast á við þetta og það muni hafa í för með sér „miklar truflanir og aukna hættu á öryggisvandamálum“.

„Flugvellirnir verða að kaupa meiri öryggisbúnað, reisa nýjar eftirlitsstöðvar, ráða fleira starfsfólk með tilheyrandi kostnaði fyrir flugvellina, flugfélögin og á endanum farþegana.“

Segir meðal annars í minnisblaðinu.

Reiknað er með að nauðsynlegar breytingar taki allt að níu mánuði og af þeim sökum biðja flugvellirnir um að Bretar fái að vera áfram aðilar að núverandi fyrirkomulagi þar sem hægt er að skipta um flugvél án þess að fara aftur í gegnum öryggisleit.

Verst verður ástandið á Schiphol í Amsterdam en þar skipta 2,5 milljónir farþega frá Bretlandi um flugvélar á ári. Í Frankfurt eru það 1,4 milljónir farþega frá Bretlandi sem skipta um flugvélar á ári. Rúmlega ein milljón í Barcelona og Madrid. Í fimmta sæti er síðan Keflavíkurflugvöllur með 326.355 farþega frá Bretlandi sem skipta um flugvélar árlega.

Flugvellirnir spá því að ef ekki verði brugðist við þá muni þjónustan versna, seinkanir verði fleiri og nái til allra farþega sem fara um vellina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug