fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Fjórum bjargað úr brennandi báti við Flatøy – Mjög erfiðar aðstæður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 04:30

Skjáskot af vef Marine Traffic.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dramatísk björgunaraðgerð fór fram við Flatøy í Askvoll sveitarfélaginu í Noregi í nótt. Þar var fjórum mönnum bjargað úr brennandi flutningaskipi. Eldur kom upp í vélarrúmi flutningaskipsins Haiko í Vilnesfjorden og rak það upp á land við Flatøy. Fyrstu tilkynningar um þetta bárust um miðnætti.

Fjórum áhafnarmeðlimum var bjargað úr skíðlogandi skipinu. VG segir að áhafnarmeðlimirnir séu heilir á húfi nema hvað einn sé hugsanlega handleggsbrotinn.

Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar, mjög hvasst var og erfitt fyrir björgunarþyrlu að athafna sig sem og áhafnir þeirra sex báta sem komu að björguninni. Það tókst samt sem áður að bjarga áhöfninni frá borði. Þremur var bjargað um borð í þyrlu og einum um borð í nærstaddan bát.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“