fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Bretar stofna 2.000 manna tölvuher til að takast á við ógn frá Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. september 2018 05:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar ætla að styrkja getu sína til nethernaðar og tölvuárása og varna gegn þeim með því að stofna nýjan her tölvusérfræðinga. Um 2.000 manns verða í þessum nýja her. Tilefnið er vaxandi ógn sem er talin stafa af Rússum í netheimum en rússnesk stjórnvöld standa á bak við umfangsmikla starfsemi tölvuþrjóta á netinu.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessari nýju herdeild fjórfaldist fjöldinn sem tekst á við nethernað fyrir Breta, bæði varnir og árásir. Auk hersins mun leyniþjónustan GCHQ koma að málinu. Sky segir að fljótlega verði tilkynnt um stofnun hersins.

Sky hefur eftir Sir Richard Barrons, fyrrum yfirmanni breska hersins, að það sé mikilvægt að styrkja getu Breta til að gera tölvuárásir á tímum sem þessum þar sem ríki á borð við Rússland séu þegar í sókn. Með þessu jafni Bretar stöðuna á þessu sviði og geti nú varist tölvuhernaði og gert árásir í hefndarskyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom