fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þessa líkamshluta máttu ekki snerta

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 23. september 2018 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fingur þínir og hendur geta verið þaktar bakteríum og því er rétt að hafa í huga að suma líkamshluta er best að snerta ekki nema auðvitað bráða nauðsyn beri til. Hendurnar og fingurnir dreifa auðveldlega bakteríum.

Þrátt fyrir að hendurnar séu þvegnar vel og vandlega þá verða þær fljótt þaktar bakteríum á nýjan leik enda allt stútfullt af þeim í umhverfi okkar. Fólk með langar neglur og hring á fingri er með meira magn af bakteríum á höndunum en aðrir og ætti því að vera sérstaklega meðvitað um þetta. Ekstra Bladet birti nýlega lista yfir þá líkamshluta sem er ráðlegt að forðast að snerta mikið og birtum við hann hér.

Eyrun

Aldrei ætti að stinga fingrum eða öðru í eyrun . John K. Niparko, prófessor, segir að það geti rifið þunna húðina í eyrunum. Það er því betra að fara til háls-, nef- og eyrnalæknis en að freista gæfunnar sjálfur.

Andlitið

Það má nota hendurnar til að þvo andlitið eða setja krem á það en annars á að halda höndunum frá því. Það getur nefnilega aukið hættuna á veikindum ef hendurnar hafa snert bakteríuþakið yfirborð og síðan snert andlitið. Auk þess eru olíur á fingrunum sem geta stíflað svitaholur að sögn Adnan Nasir, húðsjúkdómasérfræðings tímaritsins Men‘s Health.

Rassinn

Ekki skal snerta rassinn nema til að þvo hann og þurrka. Endaþarmurinn er þakinn bakteríum sem geta hugsanlega verið skaðlegar heilsunni og því er auðvitað bráðnauðsynlegt að þvo hendurnar vel að lokinni salernisferð.

Augun

Ekki skal snerta augun nema til að setja linsur í þau eða ná aðskotahlutum úr þeim. Annars á ekki að snerta þau og helst ekki láta fingurna koma nærri þeim. Ef bakteríur frá höndunum komast í augun þá getur það valdið augnsýkingu eða jafnvel einhverju verra.

Munnurinn

Niðurstöður breskrar rannsóknar sýna að fólk er með fingur í munninum 23,6 sinnum á klukkustund að meðaltali ef því leiðist í vinnunni. Ef það á annríkt þá gerist þetta 6,3 sinnum á klukkustund. Það er því mikið magn af bakteríum sem fara beint inn í líkamann.

Nefið

Niðurstöður rannsóknar frá 2006 sýna að þeir sem bora í nefið eru 51 prósent líklegri til að fá gula stafýlókokka en þeir sem láta nefið í friði.

Húðin undir nöglunum

Margar hættulegar bakteríur, þar á meðal stafýlókokkar geta hafst við undir nöglunum. Því ættu neglurnar að vera klipptar stuttar til að draga úr líkunum á að bakteríur safnist undir þeim. Það dugir síðan að bursta stuttar neglur öðru hvoru með naglabursta til að fjarlægja bakteríurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug