fbpx
Pressan

Amnesty segir allt að einni milljón manna haldið í fangabúðum í Kína

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 05:09

Eftirlit með almenningi er óvíða meira en í Kína.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja í nýrri skýrslu að allt að einni milljón manna sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ í norðvesturhluta Kína. Í búðunum sætir fólkið pyntingum, misþyrmingum og því er innrætt ný hugsun.

Skýrslan var birt í nótt. Í henni er haft eftir Kairat Samarkan að í kjölfar heimsóknar hans til ættingja í nágrannaríkinu Kasakstan hafi hann verið handtekinn á síðasta ári. Hann var fluttur í „endurmenntunarbúðir“ þar sem 6.000 aðrir fangar voru. Fólkið mátti ekki undir neinum kringumstæðum tala saman.

Haft er eftir honum að dag einn hafi hlekkir verið settir á handleggi hans og fætur og hetta yfir höfuðið. Hann var síðan neyddur til að standa kyrr í 12 klukkustundir. Eftir nokkurn tíma í búðunum reyndi hann að taka eigið líf og var hann látinn laus skömmu eftir það.

Kínversk stjórnvöld hafa aukið aðgerðir sínar gegn íbúum Xinjiang-héraðsins á undanförnum árum en af 22 milljónum íbúa héraðsins eru flestir múslimar. Þessar aðgerðir jukust til muna í kjölfar nýrra fyrirskipana sem voru gefnar út í mars á síðasta ári en í þeim er mælt fyrir um aðgerðir til að koma í veg fyrir öfgahyggju. Leiðtogar landsins vilja grípa til aðgerða gegn öfgahyggju til að koma í veg fyrir hryðjuverk og þeir reyna að skapa „þjóðernislega heild“ segir í skýrslu Amnesty.

Það þarf ekki mikið til að fólk sé sent í „endurmenntunarbúðirnar“. „Óeðlilegur“ skeggvöxtur, að vera í sambandi við ættingja utan Kína eða það að biðja bæn getur verið ávísun á dvöl í slíkum búðum.

Þeir sem eru sendir í slíkar búðir eru ekki færðir fyrir dómara og fá ekki aðstoð lögmanna og það er algjörlega undir yfirvöldum komið hvenær talið er að fólk hafi náð tilskyldri endurmenntun og sé því orðið „hæft“ til að vera úti í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag