fbpx
Pressan

Manntjón í óveðri í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 04:02

Eftir margra mánaða þurrka skall öflugt óveður á Þýskalandi síðdegis í gær. Mikil vandræði hlutust í umferðinni af völdum veðursins og margar byggingar urðu fyrir skemmdum í suður- og vesturhlutum landsins. 78 ára kona lést í Bamberg eftir að tré féll á tjaldsvæði þar sem hún var gestur. Í Epfenbach féll tré á bíl með fjórum innanborðs. Fjögurra ára drengur slasaðist alvarlega en þrír aðrir úr fjölskyldu hans sluppu án líkamlegra meiðsla.

Fjölda flugferða var aflýst á flugvellinum í Frankfurt og seinkun varð á öðrum flugferðum. Fjölda lestarferða var aflýst. Margir vegir í suðurhluta landsins eru lokaðir þar sem of hættulegt er talið að aka eftir þeim þessa stundina vegna rigningar og fjölda trjágreina sem liggja á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag