fbpx
Pressan

Hvað hrindir næstu fjármálakreppu af stað? Norskur bankastjóri telur að það verði tölvuþrjótar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 17:00

Rune Bjerke, aðalbankastjóri DNB bankans sem er stærsti banki Noregs, telur að tölvuþrjótar og fikt með tækni geti hrundið næstu fjármálakreppu af stað. Það verði því ekki svimandi háar skuldir eða áhættusæknir fjárfestar sem það gera heldur tölvuþrjótar.

Þetta kemur fram í viðtali við Bjerke í Dagens Næringsliv. Haft er eftir honum að nú þegar hafi sést mörg dæmi um hvernig er hægt að nota tæknina og stýra henni í aðra átt en ætlunin var að hún væri notuð til. Sem dæmi nefndi hann innbrot í tölvukerfi seðlabankans í Bangladess og meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.

Bjerke sagðist telja það góða hugmynd að mörg ríki, þar á meðal Noregur, vinni nú að þróun rafrænna varamynta. Það eru gjaldmiðlar sem verður hægt að grípa til í neyð ef ráðist verður á fjármálakerfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag