fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hræðist þú Magnús á Facebook? Sendi hann þér skilaboð? Hér er allt sem þú þarft að vita!

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú virðist einhverskonar keðjubréf vera á miklu flugi á Facebook þar sem fólk er varað við að samþykkja Magnus Falkerup sem vin á Facebook. Magnus er sagður vera frá Skáni í Svíþjóð. Hann er sagður vera mjög fær tölvumaður sem fái aðgang að bankareikningum fólks ef það samþykkir hann sem vin á Facebook. En ekki nóg með það segir í textanum því samkvæmt honum nægir að einhver Facebookvinur þinn samþykki Magnus sem vin þá komist hann í bankareikninga þína. Fólk er síðan hvatt til að senda þessi skilaboð áfram. En það er alveg óþarfi að gera það og engin þörf á að hafa áhyggjur af Magnusi sem við vitum ekki einu sinni hvort er til í raun og veru. Þetta er einfaldlega keðjubréf á tækniöld en margir kannast væntanlega við keðjubréf frá því fyrir daga internetsins en þá komu þau nú bara með gamla mátanum, sniglapósti, inn um lúguna.

„Vinsamlegast láttu alla vita í vinalistanum þínum að ekki samþykkja Magnus Falkerup frá Skåne á facebook. Hann er háþróaður tæknimaður tölvusnápur sem hefur aðgang að bankareikningnum þínum ef þú samþykkir vináttu. Ef einhver tengiliður þinn samþykkir það verður þú líka tölvusnápur, svo vertu viss um að allir vinir þínir kunni það. Tittur. Haltu fingrinum á skilaboðin. Neðst í miðjunni verður „áfram“. Ýttu á hnappinn og smelltu síðan á öll nöfnin á listanum þínum og þessi skilaboð verða send til þeirra. Þakka þér og gangi þér vel!“

Þessi texti hefur gengið manna á milli á Facebook á íslensku, sænsku og ensku og kannski fleiri tungumálum en íslenska útgáfan, sem er hér fyrir ofan, virðist vera á miklu flugi þessa stundina með íslenskra notenda Facebook. Textinn einn og sér ætti að vekja fólk til umhugsunar því það er einna helst líkast að hann hafi verið þýddur í Google Translate yfir á íslensku.

En þrátt fyrir að Magnus komist ekki yfir bankaupplýsingarnar þínar ef þú deilir þessum pósti áfram þá skaltu samt ekki gera það. Keðjubréf sem þessi eru í sjálfu sér skaðleg. Það getur til dæmis verið að einhver heiti Magnus Falkerup og verði fyrir óþægindum af þessu. Þá geta þeir sem falla fyrir þessu gabbi orðið fyrir áreiti og óþægindum í gegnum samfélagsmiðlana.

Það er tæknilega ómögulegt að einhver geti komist yfir bankaupplýsingarnar þínar og náð stjórn á bankareikningi þínum við það eitt að þú fallir fyrir þessu bragði og samþykkir vinabeiðni viðkomandi. Tölvuþrjótar nota ýmsar aðferðir til að komast yfir þær upplýsingar sem þeir sækjast eftir en tæknin er nú ekki svo góð enn að það eitt að einhver samþykki vinabeiðni dugi til að þeir geti komist yfir bankaupplýsingar. Þeir verða að fá móttakandann til að opna einhverjar skrár, hlaða niður spilliforritum nú eða bara fá upplýsingarnar beint frá þeim til að þetta takist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“