fbpx
Pressan

Heiður fjölskyldunnar vegur þungt – Áttunda hver stúlka af innflytjendaættum má ekki eiga strák sem vin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 05:31

Flóttamenn í Danmörku.

Ungar konur, sem rekja ekki ættir til Vesturlanda, búa við takmarkað frelsi og rétt til sjálfsákvörðunar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Als Research gerði fyrir Styrelsen for International Rekruttering og Integration í Danmörku. Fram kemur að þriðja hver ung kona á aldrinum 15 til 17 ára, sem rekja ekki ættir til Vesturlanda, telur sig ekki búa við frelsi til að velja sér unnusta sjálf.

Í skýrslunni kemur fram að meirihluti ungs fólks telur sig ekki búa við neikvæða félagslega stjórn. En um leið kemur fram að ungmenni, sem rekja ekki ættir til Vesturlanda, upplifa mun frekar neikvæða félagslega stjórn og takmarkanir á frelsi. Þetta á sérstaklega við um stúlkur. 12 prósent þeirra sögðust ekki eiga vini af hinu kyninu og 13 prósent þeirra sögðu að þær viti ekki hvort þær megi eigi stráka að vinum. Það eru aðallega mæður þeirra sem hafa ákveðið að þær megi ekki eiga stráka að vinum.

Þegar kemur að makavali er hlutfallið enn hærra hjá eldri konum. Þriðja hver kona, sem rekur ekki ættir til Vesturlanda, svaraði því neitandi hvort hún gæti sjálf valið sér unnusta án afskipta. Hjá dönskum konum og körlum er hlutfallið vart mælanlegt.

Meðal 18 til 29 ára upplifa 25 prósent kvenna og 28 prósent karla að það að taka tillit til fjölskyldunnar skipti „öllu“ eða „miklu“ um hvað þau mega gera í daglegu lífi sínu.

4.565 manns tóku þátt í könnuninni, þar af 3.482 sem eiga ekki ættir að rekja til Vesturlanda. Skýrslan er hluti af aðgerðaáætlun dönsku ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir neikvæða félagslega stjórnun og heiðurstengd átök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag