fbpx
Pressan

Tveir handteknir í Danmörku vegna gruns um aðild að hryðjuverkum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 09:41

Mynd úr safni. Danskur lögreglubíll.

Tveir menn voru handteknir í morgun af lögreglunni í Kaupmannahöfn og leyniþjónustu lögreglunnar vegna gruns um aðild þeirra að hryðjuverkastarfsemi. Málið tengist máli frá síðasta ári en tveir menn eru grunaðir um að hafa keypt og sent dróna til hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Þeir sem voru handteknir í morgun eru taldir tengjast þessu máli að sögn Danska ríkisútvarpsins. Málið er rannsakað á grunni hryðjuverkaákvæða hegningarlaganna. Mennirnir verða færðir fyrir dómara í fyrramálið þar sem gæsluvarðhalds verður krafist yfir þeim.

Íslamska ríkið hefur notað dróna sem vopn og til njósna í átökunum í Sýrlandi og Írak frá 2016. Lögreglan telur að drónana hafi átt að nota til árása á andstæðinga hryðjuverkasamtakanna.

Danska ríkisútvarpið segist hafa heimildir fyrir að þeir sem voru handteknir í dag séu báðir 29 ára og komi úr röðum öfgasinnaðra íslamista í Danmörku.

Annar þeirra sem hefur verið grunaður frá upphafi hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í eitt ár en hann er einnig 29 ára. 32 ára maður, sem er dansk-tyrkneskur, gengur laus en hann var búsettur í Tyrklandi og hefur farið huldu höfði eftir að málið kom upp. Hann hefur tengsl við alþjóðleg hryðjuverkasamtök og hefur hlotið dóm fyrir aðild að hryðjuverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag