fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fann sjö milljónir í póstkassanum – Í þriðja sinn sem hann fær sendingu sem þessa – Veit ekki hver sendandinn er

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 05:26

Stafli af norskum krónum sem tengjast þessu máli þó ekki beint. Mynd:Morten Jelsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að fá háar peningaupphæðir í póstkassann er líklegast eitthvað sem flesta dreymir um en fæstir upplifa. Þetta hefur Morten Jelsa nú upplifað þrisvar sinnum á fjórum árum. Það var 2014 sem hann fékk sendingu í póstkassann sinn við heimili sitt í Varhaug í Noregi. Þá var umslag með fimmhundruð 1.000 króna seðlum (norskar krónur) í póstkassanum dag einn.

Þetta vakti að vonum athygli enda ekki á hverjum degi sem fólk fær svona sendingar. Engin skilaboð fylgdu með sendingunni og því var ekkert vitað um hver hafði sett þetta í póstkassa Jelsa. En til að gera málið enn dularfyllra fékk hann aftur eins sendingu 2016. Fimm hundruð 1.000 króna seðlar voru þá í umslagi í póstkassanum. Sagan var sú sama og í fyrra skiptið, engar upplýsingar fylgdu með.

Í gær fékk hann síðan þriðju sendinguna og enn einu sinni voru fimmhundruð 1.000 króna seðlar í póstkassanum. Þessi upphæð svarar til tæplega sjö milljóna íslenskra króna.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Jelsa að hann telji að sami aðilinn hafi sett peningana í póstkassann í öll skiptin en hann viti ekki hver hann er og ætli ekki að reyna að komast að því af virðingu við gefandann. Það sé einhver ástæða fyrir að viðkomandi vill ekki koma fram undir nafni.

Jelsa er formaður Varhaug IL íþróttafélagsins og hafa peningarnir runnið óskipt til félagsins en hann hefur frá upphafi talið að gefandinn hafi viljað koma peningunum til íþróttafélagsins en ekki hans. Að þessu sinni bar svo við að miði fylgdi með peningunum. Þar stóð að gefandinn vildi gjarnan að peningarnir yrðu notaðir í uppbyggingu á leikvangi félagsins en þar er fyrirhugað að byggja áhorfendaaðstöðu fyrir eldra fólk. Auk þess sagðist gefandinn vonast til að aðstaðan yrði nefnd „Póstkassinn“.

Hin rausnarlega gjöf gærdagsins verður til þess að félagið getur lokið við smíði áhorfendaaðstöðunnar þannig að aðgengi að vellinum verði auðveldara fyrir eldra fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?