fbpx
Pressan

Hann er 27 ára og ætlar að fara á eftirlaun eftir fimm ár – Svona getur þú gert það sama

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 07:23

Eftir aðeins fimm ára ætlar 27 ára karlmaður að fara á eftirlaun og hætt að vinna, eða því sem næst. Hann leggur hart að sér og leggur mikið til hliðar til að geta látið þennan draum sinn rætast. Þetta er eitthvað sem allir eiga að geta gert ef þeir hafa nægan aga. Margir hefðu eflaust ekkert á móti að fara á eftirlaun fyrr en venja er.

Loui Lam, sem býr í Danmörku, er 27 ára og hefur tileinkað sér lífsspekina FIRE (Financial Independence and Early Retirement). Hann reiknar með að vera orðinn fjárhagslega sjálfstæður eftir aðeins fimm ár og geti þá hætt að vinna eða því sem næst. Grunnhugmyndin á bak við FIRE er að spara eins mikið og hægt er á eins skömmum tíma og hægt er segir í umfjöllun TV2.

Haft er eftir Ann Lehmann Erichsen, hagfræðingi hjá Nordea, að fólk eigi að spara og fjárfesta í einhverju sem skili um fjögurra prósenta ávöxtun á ári nettó til að ná þessu markmiði.

Þetta er einmitt það sem Loui Lam gerir. Hann starfar við byggingavinnu og fær um 23.000 danskar krónur útborgaðar á mánuði en það svarar til um 400.000 íslenskra króna. Hann lifir mjög spart og hefur gert í nokkur ár. Hann hefur lagt nokkur hundruð þúsund danskar króna fyrir og hefur fjárfest fyrir þær.

Í hverjum mánuði leggur hann að meðaltali 14.000 krónur til hliðar en notar afganginn til framfærslu, þar á meðal í húsaleigu og tryggingar. Hann segir að margir spyrji hann hverju hann sleppi en honum finnist frekar að fólk velji að eyða peningum í kjánalega hluti.

Svona getur þú gert þetta

Ef fólk vill tileinka sér þennan lífsstíl er ekki svo erfitt að byrja. Það þarf bara að gera nokkra einfalda útreikninga og hefjast handa.

Fyrst þarf að gera raunhæft yfirlit yfir tekjur og útgjöld í hverjum mánuði. Síðan þarf að finna út hvað fólk þarf mikið eða öllu heldur lítið til að geta komist af. Afgangurinn er síðan lagður til hliðar og fjárfest fyrir hans og reynt að ná um fjögurra prósenta ávöxtun nettó á ári.

Meðal þess sem er hægt að skera af í neyslu og helst sleppa alveg er að mati Erichsen:

Ekkert áfengi eða tóbak.

Áfengi og tóbak. Þetta er dýrt og teljast ekki nauðsynjavörur.

Borðaðu heima. Slepptu skyndibitamat og veitingahúsum og gerðu eins mikið og þú getur heima. Bakaðu brauð og gerðu matinn frá grunni. Dragðu úr kjötneyslu og borðaðu mat eftir árstíðum, það er að segja eftir framboði hans í verslunum.

Verslaðu eins mikið og þú getur á flóamörkuðum eða í verslunum með notuð föt, húsgögn og annað. Einnig er hægt að gera góð kaup á notuðum hlutum á netinu, til dæmis í gegnum Facebook.

Ef eitthvað bilar eða ef eitthvað þarf að gera og þú kannt það ekki þá skaltu ekki örvænta. Það er hægt að finna kennslumyndbönd um nánast allt á YouTube. Það er bara að finna þau og nota og gera hlutina sjálf(ur).

Seldu þá hluti sem þú hefur ekki þörf fyrir.

Hættu að fara á hárgreiðslustofur og fáðu vini þína til að klippa þig. Þannig getur þú sparað háar fjárhæðir.

Engar sólarlandaferðir. Mynd:Wikimedia Commons

Slepptu ferðalögum í fríiinu. Vertu heima og notaðu það sem er í næsta nágrenni, út að hjóla, ganga, niður að sjó og svo framvegis.

Slepptu kortinu í líkamsræktarstöðina. Farðu frekar í hlaupaskó og út að hlaupa eða hjóla. Þetta er gott fyrir heilsuna og veskið.

Ekki eyða peningum í það sem er ókeypis. Slepptu því að kaupa blöð og bækur og farðu bara á bókasafnið.

strætó, rafmagn, strætisvagn

Slepptu því að nota bílinn ef þú getur. Taktu strætó, hjólaðu eða labbaðu í staðinn.

Fáðu tilboð hjá tryggingafélögum í tryggingarnar þínar. Það er stundum hægt að spara vel á því.

Farðu yfir lánamálin þín. Ertu með of dýr lán? Getur borgað sig að taka ný lán til að borga gömul og óhagstæð lán upp?

Til að ná fjárhagslegu sjálfstæði gildir sú þumalputtaregla að þú þarft að eiga upphæð sem svarar til 25 faldrar ársneyslu þinnar. Ef ársneyslan er 1 milljón þarftu sem sagt að eiga 25 milljónir til að geta haft það gott og hætt að vinna. Það verður þó kannski svolítið leiðinlegt til lengdar að hætta að vinna og hafa lítið fyrir stafni allan daginn, sérstaklega fyrir ungt fólk. En eflaust er það eitthvað sem hugnast mörgum.

Á Reddit er sérstakur umræðuvefur um FIRE lífsspekina og hér geta áhugasamir kynnt sér þær umræður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Í gær

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag