fbpx
Pressan

Sendi konunni bréf og krafðist skilnaðar – Svar hennar fékk hann til að sjá eftir hverju orði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 08:11

Mynd úr safni.

Það er föstudagur, helgin að bresta á og myrkrið sækir á enda komið fram á haust og veturinn nálgast. Hvað er þá betra en góð lítil saga til að létta lundina? Að minnsta kosti ætlum við að láta eina slíka flakka.

Það er rétt að hafa í huga að hér er um flökkusögu að ræða sem á sér væntanlega enga stoð í raunveruleikanum en engu að síður er hún bara nokkuð góð.

Hún hefst á bréfi sem eiginmaðurinn sendi konu sinni:

„Kæra eiginkona,

Ég sendi þér þetta bréf til að segja þér að ég ætla að yfirgefa þig að eilífu. Ég hef verið þér góður eiginmaður í 7 ár og þarf ekki að sanna neitt meira. Undanfarnar tvær vikur hafa verið helvíti.

Yfirmaður þinn hringdi og sagði að þú værir hætt í vinnunni og það var dropinn sem fyllti mælinn. Í síðustu viku komst þú heim og tókst ekki einu sinni eftir nýju klippingunni minni.

Ég eldaði uppáhaldsmatinn þinn og var meira að segja í nýjum nærbuxum. Það tók þig tvær mínútur að borða og síðan fórstu beint upp í rúm að sofa eftir að hafa horft á alla raunveruleikaþættina þína.

Þú segir ekki lengur að þú elskir mig. Þú vilt ekki stunda kynlíf eða annað sem sameinar okkar sem eiginmann og eiginkonu. Annaðhvort hefur þú haldið framhjá mér eða þá elskar þú mig ekki lengur. Skiptir ekki máli því ég er farinn að eilífu!

Fyrrum eiginmaður þinn.

E.S. Ekki reyna að finna mig. Systir þín og ég erum á leið í ferðalag saman. Hafðu það gott!“

Þessu svaraði eiginkonan með bréfi:

„Kæri fyrrum-eiginmaður!

Ekkert hefði geta gert daginn betri en að fá þetta bréf frá þér. Það er rétt að við höfum verið gift í sjö ár en „góður eiginmaður“ er langt frá því sem þú hefur verið.

Ég eyði miklum tíma í að horfa á raunveruleikaþættina því þá slepp ég við að hlusta á nöldrið í þér. Það virkar því miður ekki alltaf. En ég tók eftir að þú varst búinn að fara í klippingu. Það fyrsta sem ég hugsaði var að „þú líkist stelpu!“

Móðir mín ól mig upp til að vera kurteisa og ekki segja mikið ef ég hefði ekki eitthvað fallegt að segja og því vildi ég ekki segja neitt um nýju hárgreiðsluna þína. Þegar þú eldaðir uppáhaldsmatinn minn hlýtur þú að hafa ruglað mér saman við systur mína því ég hætti að borða svínakjöt fyrir sjö árum.

Hvað varðar nýju nærbuxurnar sneri ég mér frá þér því 200 króna verðmiðinn hékk enn á þeim. Ég vonaði að þetta hefði verið tilviljun því ég lánaði systur minni 200 krónur fyrr um daginn. En eftir allt þetta elskaði ég þig samt enn. Ég trúði enn á okkur og fannst að við gætum leyst málin.

Þannig að þegar ég vann 100 milljónir í lottói sagði ég upp vinnunni og keypti tvo miða fyrir okkur til Jamaica. En þegar ég kom heim varst þú farinn. Ekkert gerist að ástæðulausu held ég. Ég vona að líf þitt verði innihaldsríkt eins og þú hefur alltaf viljað. Lögmaður minn sagði að bréfið sem þú skrifaðir til mín tryggi að þú getir ekki fengið svo mikið sem eina krónu frá mér. Gangi þér vel!

Fyrrum eiginkona þín sem er ríkari en andskotinn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Fyrir 2 dögum

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag