fbpx
Pressan

Átti þrjá milljarða á bankabók og vissi ekki af því – Lífið verið martröð eftir að hann komst að því

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 6. október 2018 10:01

Sjóðurinn á mikið af hlutabréfum á Evrusvæðinu. Mynd:Pixabay

Hvað myndirðu gera ef þú fengir fréttir af því að á bankareikningnum þínum hefðu verið rúmir þrír milljarðar króna? Þú yrðir líkast til undrandi og jafnvel svekktur ef þú kæmist svo að því að peningarnir væru þar ekki lengur.

Þó þetta hljómi eins og skáldsaga er þetta raunin hjá Muhammad Abdul Qadir, íssala í Karachi í Pakistan. Qadir hefur tvívegis að undanförnu verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins.

Þannig er mál með vexti að árið 2014 var opnaður bankareikningur hjá ríkisbanka Pakistans í nafni Qadirs. Auðkenni hans voru notuð, reikningurinn var á hans nafni og í raun átti hann peningana, rúma þrjá milljarða króna, sem fóru inn á reikninginn á sínum tíma en hurfu svo stuttu síðar. Reikningnum var svo lokað árið 2015.

Eðlilega vildu yfirvöld kanna hvort þarna væri maðkur í mysunni; hugsanlegt peningaþvætti eða þaðan af verra enda hringja svo stórar upphæðir ákveðnum viðvörunarbjöllum í eftirlitskerfum bankastofnana. Qadir var kallaður til yfirheyrslu í september en þvertekur fyrir að vita hvaðan allir þessir peningar komu.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að Qadir sé bláfátækur íssali sem er búsettur í fátækrahverfi í stórborginni Karachi. Hann kveðst ekki einu sinni kunna að skrifa og því hafi verið ómögulegt fyrir hann að kvitta undir alla þá pappíra sem skrifað var undir í tengslum við bankareikninginn.

Lögregla tók mark á skýringum hans en þrátt fyrir það segir Qadir að líf hans hafi breyst í martröð að undanförnu. Qadir, sem er 52 ára, segir að hann verði fyrir áreiti úti á götu. Sumir haldi að hann tengist einhverju misjöfnu og sitji jafnvel á stórfé. Þá segist móðir hans óttast að honum verði rænt og lausnargjalds krafist.
„Ég er óheppnasti maður í heimi,“ segir Qadir sem kveðst hafa neyðst til að hætta að vinna meðan stormurinn gengur yfir.

Yfirvöld í Pakistan hafa ekki útilokað að málið tengist umfangsmiklu peningaþvættismáli sem teygir anga sína til fyrrverandi forseta landsins, Asif Ali Zardari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Fyrir 2 dögum

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag