fbpx
Pressan

Þetta má aldrei setja í uppþvottavélina

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. október 2018 19:30

Það má ekki setja hvað sem er í uppþvottavélina, bæði til að vernda uppþvottavélina og einnig til að vernda umrædda hluti. Það er lítið vit í að eyðileggja þá og vélina og því betra að þvo þá bara upp á gamla mátann með uppþvottalegi og uppþvottabursta.

Ekki á að setja hluti úr áli í uppþvottavélar. Þar má nefna hvítlaukspressur, sigti, síur og eggjaskera. Ál er mjúkur málmur og yfirborð þess leysist upp ef það er sett í uppþvottavél þar sem viðeigandi þvottaefni eru notuð. Það sem losnar af álinu getur síðan sest á fleti í uppþvottavélinni og smitast yfir á annan málm og postulín.

Hnífapör úr lélegu ryðfríu stáli á ekki að setja í uppþvottavél en öðru máli gegnir ef þau eru úr góðu ryðfríu stáli, þá þola þau vel að fara í uppþvottavélina.

Potta og pönnur úr kopar, steypujárni eða með „auðveldu“ yfirborði á ekki að setja í uppþvottavélar því þvottaefnin hafa slæm áhrif og dregið úr gæðunum.

Postulín án yfirborðslags á ekki að setja í uppþvottavél. Ef málað eða gyllt postulín, sem er ekki með yfirborðslag til varnar, er sett í uppþvottavél geta litirnir breyst og gljáinn farið af.

Fín glös á ekki að setja í uppþvottavél. Þetta á til dæmis við um kristalsglös og fín handgerð glös. Þegar þau komast í snertingu við vatn, hita og þvottaefnin leysist yfirborðið upp og verður matt. Ekki er hægt að lagfæra þetta.

Ekki á að setja hluti úr tré í uppþvottavél. Þeir geta drukkið vatn í sig og hugsanlega rifnað þegar þeir þorna.

Plasthlutir sem ekki þola meiri hita en 85 gráður á ekki að setja í uppþvottavél. Þeir geta aflagast vegna hitans. Lesið því vel merkingar á plasthlutum ef til stendur að setja þá í uppþvottavél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Í gær

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag