fbpx
Pressan

Ertu að fara þrífa? Ekki gleyma þessum stöðum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. október 2018 13:30

Það þarf ekki að óttast bakteríur. Þær eru allt í kringum okkar og eru eðlilegur hluti af umhverfinu en það þarf samt sem áður að þrífa öðru hvoru til að halda þeim í skefjum og losna við þær verstu sem geta borið leiðindasjúkdóma á borð við salmonnellu eða listeríu með sér.

Það eru einkum þrír staðir á heimilinu sem ætti að gefa sérstakan gaum og þrífa sérstaklega vel þegar verið er að þrífa.

Eldhúsið er þar á meðal og þarf kannski ekki að koma á óvart því bakteríur þrífast best á röku og hlýju yfirborði og þar er eldhúsið kjörlendi. Tuskur og klútar eru oft rakir og því þarf að muna að skipta oft um klúta og tuskur í eldhúsinu. Kaffivélin er einnig hlutur sem þarf að gefa góðan gaum við þrifin. Í rannsókn sem The Publich Health and Safety Organization gerði fyrir nokkrum árum á hreinlæri á 22 heimilum fundust fleiri bakteríur í kaffivélum en á klósettsetum.

Það er mikilvægt að skipta oft um á rúmum því milljarðar af bakteríum lifa á líkömum okkar og þær losna af þegar við liggjum í rúminu. Ef þú ætlar að hrista sængina er best að gera það utanhúss svo bakteríurnar svífi ekki bara niður í rúmið. Svo er auðvitað gott að lofta vel út í svefnherberginu og auðvitað öðrum rýmum.

Það ætti síðan ekki að koma á óvart að baðherbergið þarf að þrífa vel. Handþvottur er nauðsynlegur eftir salernisferð því annars geta bakteríur, jafnvel saurgerlar, setið á höndum fólks og orðið eftir þegar það snertir einhverja fleti. Mikilvægt er að hreins tannburstaglasið reglulega sem og annað sem er inni á baðherbergjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Í gær

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag