fbpx
Pressan

Hreingerningakonur dauðans: Duttu í það, rústuðu heimilinu og borðuðu ísinn

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 7. október 2018 16:30

Aðkoman á heimili Snow.

Hjálp inn á heimilið getur verið vandfundin og dæmið hér fyrir neðan vekur upp þá spurningu hvort það sé ekki best að sleppa því að fá hjálp við að þrífa.

Kona í Brooklyn réð nýverið hreingerningaþjónustu til að koma og þrífa heima sjá sér. Í færslu á Facebook segir Genevieve Snow að fyrirtækið hafi sent tvær konur heim til sín og í stað þess að þrífa hafi þær drukkið allt áfengi í húsinu og borðað ísinn í frystinum. Meðleigjandi Snow fann aðra þeirra áfengisdauða á gólfinu heima hjá sér þegar hún kom heim úr vinnunni.

„Ég réð tvær konur frá hreingerningarþjónustu. Þær þrifu ekki neitt, þær drukku bara áfengið mitt og rústuðu heimilinu mínu,“ segir Snow. „Þegar meðleigjandi minn kom heim fann hún eina á gólfinu í eldhúsinu, hin var farin. Það var búið að skemma kryddhilluna, velta stofuborðinu og taka lyklana. Svo var ís í sófanum.“

Meðleigjandinn fór út og hringdi í lögguna. Þegar löggan kom var konan vöknuð og var að borða ísinn í sófanum. „Hún var bara þarna að borða ís, alveg mökkölvuð.“ Lögreglan fór með konuna á sjúkrahús, henni var sleppt og Snow tilkynnt að konurnar hefðu ekki framið neinn glæp þar sem þeim hefði verið hleypt inn í íbúðina. Hún fékk þau svör frá hreingerningaþjónustunni að svona atvik hefðu ekki komið upp áður og að þeim þætti þetta mjög leitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni

Rússar skýra frá leynilegu samstarfi með bresku leyniþjónustunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Þess vegna er miðdegislúr hollur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag