fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Linda vaknaði við að maður setti kynfæri sín upp að andliti hennar þegar hún lá á sjúkrahúsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. október 2018 07:03

Í kjölfar slæms flogaveikiskast var Linda, 21 árs, lögð inn á Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð. Hún deildi herbergi með miðaldra karlmanni sem gat ekki „stýrt kynferðislegum hvötum sínum“ vegna aðgerðar sem hann hafði farið í. Um kvöldið vaknaði Linda við að maðurinn hafði sett getnaðarliminn upp að andliti hennar og reyndi að fá hana til að veita honum munngælur.

Þetta gerðist í lok september en þá fékk Linda, sem þjáist af mikilli flogaveiki, alvarlegt kast og þurfti að leggjast inn á gjörgæsludeild Karolinska í Solna. Þegar hún var síðan flutt á taugadeildina var hún sett í herbergi með manninum.

„Hann bað í sífellu um að dyrnar væru lokaðar. Ég var mjög þreytt og vildi bara sofa og hafði ekki orku til að segja neitt. Um kvöldið vaknaði ég við að maðurinn stóð við rúmið mitt og var með kynfæri sín upp við andlit mitt.“

Hefur Aftonbladet eftir henni. Hún sagðist hafa verið mjög veikburða og ringluð. Hún reyndi að ýta manninum á brott en hann ýtti hönd hennar í burtu. Að lokum tókst henni að ýta á bjölluhnappinn til að kalla á starfsfólk. Hjúkrunarfræðingur kom inn og hjálpaði henni að komast á brott.

Linda vildi hafa samband við lögregluna en starfsfólkið taldi best að bíða morguns. Hjúkrunarfræðingur sagði Lindu ástæðuna fyrir dvöl mannsins á sjúkrahúsinu og sagðist telja líklegt að hann hafi talið hana vera eiginkonu sína.

„Þetta fannst mér alveg fáránlegt, þetta bætti stöðu mína ekki neitt.“

Hún gat ekki sofnað og hringdi um síðir í föður sinn og sagði honum hvað hafði gerst. Hann kom á sjúkrahúsið og hringdi í lögregluna sem kom strax á vettvang. Linda var yfirheyrð en ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn vegna ástands hans.

Linda segir að lögreglan hafi sagt henni að maðurinn hafi farið í aðgerð á heila og hafi ekki getað haft stjórn á kynferðislegum hvötum sínum eftir það. Þetta hafi starfsfólkið vitað en samt hafi hún verið sett í herbergi með manninum og dyrunum lokað.

Lögreglan rannsakar nú málið og fjölskylda Lindu hefur tilkynnt málið til þeirrar stofnunar sem hefur eftirlit með heilbrigðiskerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“