fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Vara foreldra við hræðilegu fyrirbæri á samfélagsmiðlum – Getur stefnt lífi barna í hættu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. október 2018 08:19

MOMO

Óhugnanleg dúkka, sem er blanda af fuglsskrokki og konuandliti, hræðir börn og ungmenni víða um heim á samfélagsmiðlum og lokkar þau til að takast á við hættulegar áskoranir. Dúkkan nefnist Momo og henni fylgja oft svokallaðar Momo áskoranir sem börn og ungmenni leita að á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og YouTube.

Í Noregi hafa foreldrar verið hvattir til að koma í veg fyrir að börn þeirra setji sig í samband við þessa ógnvekjandi dúkku. Ástæðan er að samskipti við Momo geta og hafa leitt til þess að börn og ungmenni hafa skaðað sjálf sig og aðra. VG skýrir frá þessu.

Momo áskoranir ganga út á að börn og ungmenni setji sig í samband við einhvern sem gefur sig út fyrir að vera dúkkan Momo á samfélagsmiðlum. Dúkkan felur þeim síðan áskoranir sem þau eiga að takast á við. Yfirleitt eru þessar áskoranir hættulegar og fela í sér að börnin eiga að skaða sjálf sig. Ef þau ljúka ekki við áskoranirnar hótar „dúkkan“ að skaða fjölskyldur þeirra eða opinbera persónulegar upplýsingar um þau á netinu.

Myndin af þessari ógnvekjandi dúkku er af skúlptúr sem japanska fyrirtækið Link Factory gerði en það sérhæfir sig í sjónrænum brellum. Skúlptúrinn var sýndur á sýningu í Tókýó 2016.

MOMO í upprunalegri mynd sinni.

Momo-faraldurinn hófst á netinu síðasta sumar en í fyrstu var fólki ekki ljóst hversu miklar hættur fylgja honum. Washington Post segir að margir alþjóðlegir sérfræðingar telji að leikur Momo endi með hinni endanlegu áskorun þar sem þátttakandinn er hvattur til að taka eigið líf. Grunur leikur á að þrjú börn á Indlandi, Argentínu og Kólumbíu hafi tekið líf sitt í sumar í tengslum við Momo áskoranir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?