fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

123 risaskjaldbökum stolið á Galapagoseyjum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 04:27

Mynd úr safni. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófar hafa stolið 123 ungum risaskjaldbökum frá uppeldisstöð á Galapagoseyjum að sögn umhverfisráðuneytis Ekvador. Rannsókn stendur nú yfir á málinu og segja yfirvöld að uppeldisstöðin hafi ekki verið með nægilega gott eftirlitskerfi.

Ekkert myndbandsupptökukerfi er í uppeldisstöðinni sem er á miðhluta Isla Isabela. Washington Paredes, talsmaður stjórnvalda, segir að gæslan hafi verið mjög léleg í uppeldisstöðinni. Þjófar hafi getað athafnað sig frjálst og tekið skjaldbökurnar. Þær eru af tegundunum Chelonoidis vicina og Chelonoidis guntheri.

Skjaldbökurnar eru mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og þungar refsingar liggja við brotum sem ógna náttúru þessara einstöku eyja. Ef þjófarnir nást eiga þeir allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér.

12 skjaldbökutegundir búa á Galapagoseyjum. Þrettánda tegundin, Chelonoidis abingdonii dó út 2012. Galapagoseyjar eru á heimsminjaskrá Unesco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta