fbpx
Pressan

Reyndi að smygla 170.000 sígarettum í sendiferðabíl – Gleymdi einu smáatriði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 18:30

Mynd: Norska tollgæslan.

Í síðustu viku var karlmaður á sextugsaldri handtekinn á landamærum Noregs og Svíþjóðar þegar hann reyndi að smygla 170.000 sígarettum til Noregs. Tollvörðum fannst eitthvað grunsamlegt við sendiferðabílinn sem maðurinn ók en hann sagðist aðspurður ekki vera með neitt tollskylt í bílnum.

Sendiferðabíllinn hafði verið útbúinn þannig að tvöfaldar dyr voru á honum að aftan en það var gert til að ekki sæist inn í bílinn. En hins vegar hafði smyglarinn klikkað á einu smáatriði, sem er nú eiginlega ekki smáatriði, því hann hafði ekki byrgt fyrir útsýnið inn i vörurýmið þegar horft var inn í bílinn að framan. Sígarettukartonin blöstu því við tollvörðunum þegar þeir ræddu við ökumanninn.

Tvöfaldar dyr voru að aftanverðu. Mynd:Norska tollgæslan.

Bílstjórinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 2. nóvember. Þetta er með stærri sígarettusmyglmálum sem norskir tollverðir hafa komið upp um að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Í gær

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag