fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Reyndi að smygla 170.000 sígarettum í sendiferðabíl – Gleymdi einu smáatriði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 18:30

Mynd: Norska tollgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var karlmaður á sextugsaldri handtekinn á landamærum Noregs og Svíþjóðar þegar hann reyndi að smygla 170.000 sígarettum til Noregs. Tollvörðum fannst eitthvað grunsamlegt við sendiferðabílinn sem maðurinn ók en hann sagðist aðspurður ekki vera með neitt tollskylt í bílnum.

Sendiferðabíllinn hafði verið útbúinn þannig að tvöfaldar dyr voru á honum að aftan en það var gert til að ekki sæist inn í bílinn. En hins vegar hafði smyglarinn klikkað á einu smáatriði, sem er nú eiginlega ekki smáatriði, því hann hafði ekki byrgt fyrir útsýnið inn i vörurýmið þegar horft var inn í bílinn að framan. Sígarettukartonin blöstu því við tollvörðunum þegar þeir ræddu við ökumanninn.

Tvöfaldar dyr voru að aftanverðu. Mynd:Norska tollgæslan.

Bílstjórinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 2. nóvember. Þetta er með stærri sígarettusmyglmálum sem norskir tollverðir hafa komið upp um að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta