fbpx
Pressan

Starfsfólk sjúkrahússins stendur heiðursvörð þegar stóra stundin rennur upp – Myndband

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 07:26

Líffæragjöf er erfitt ferli og að taka ákvörðun um slíkt reynir oft sérstaklega mikið á ættingja þess látna en einnig getur ákvörðunin reynst erfið fyrir þann sem velur að gefa líffæri sín. Á St. Luke‘s Meridian Medical Center í Idaho í Bandaríkjunum hefur starfsfólkið fyrir vana að sýna líffæragjöfum og ættingjum þeirra einstaka virðingu þegar stóra stundin er að renna upp.

Starfsfólk sjúkrahússins stillir sér upp á göngum sjúkrahússins og myndar heiðursvörð þegar líffæragjafanum er ekið eftir göngunum á leið til líffæragjafarinnar, hin hinsta ferð viðkomandi. Með þessu vill starfsfólkið sýna líffæragjafanum og ættingjum hans virðingu og þakklæti fyrir að að gefa líffæri sín.

Í myndbandinu hér fyrir neðan sést þegar starfsfólkið vottar líffæragjafa virðingu sína á meðan honum er ekið hinstu leiðina inn á skurðstofu þar sem líffæri hans verða fjarlægð. Þögnin er algjör og varla er hægt að hugsa sér meiri virðingarvott en þennan. Myndbandið hefur vakið mikla athygli undanfarna daga og vekur fólk vonandi til vitundar um mikilvægi líffæragjafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Í gær

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag