fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Dró sér tvo milljarða úr sjóðum félagsmálaráðuneytisins – Peningarnir voru ætlaðir þeim verst settu í samfélaginu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 05:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær skýrði danska félagsmálaráðuneytið frá því að kona á sjötugsaldri, sem hefur starfað í ráðuneytinu í um 40 ár, sé grunuð um að hafa dregið sér að minnsta kosti 111 milljónir danskra króna, sem svara til um 2.000 milljóna íslenskra króna, úr sjóðum ráðuneytisins. Hún virðist hafa dregið sér fé úr sjóðum sem eru ætlaðir þeim verst settu í samfélaginu. Fjárdrátturinn stóð yfir frá 2002 og fram á þetta ár.

Málið hefur að vonum vakið mikla athygli í Danmörku og margir spyrja sig hvernig konan gat dregið sér svo mikið fé án þess að það uppgötvaðist. Konan dró sér fé með því að millifæra það af reikningum ráðuneytisins yfir á eigin reikninga, þar á meðal í Danske Bank. Ekstra Bladet skýrir frá þessu í dag.

Blaðið segir að fjárdrátturinn hafi uppgötvast í ráðuneytinu þegar starfsfólk sá að háar fjárhæðir höfðu verið millifærðar á reikning sem virtist vera í eigu einstaklings. Þær upplýsingar fengust síðan hjá Danske Bank að það væri rétt og hófst þá rannsókn málsins innan ráðuneytisins.

Ekki fengust svör hjá Danske Bank við af hverju bankinn hefði ekki gert viðvart um þessar grunsamlegu millifærslur á háum fjárhæðum en honum ber skylda til þess samkvæmt lögum um varnir gegn peningaþvætti. Danske Bank hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna grunsemda um umfangsmikið peningaþvætti í gegnum útibú bankans í Eistlandi og enn virðist syrta í álinn fyrir bankann hvað slík mál varðar.

Konan fer nú huldu höfði utanlands hafa dönsk yfirvöld lýst eftir henni í gegnum alþjóðalögregluna Interpol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum
Pressan
Í gær

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi
Pressan
Í gær

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað
Pressan
Í gær

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?

Verða nýir símar og tölvur með innbyggða klámvörn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill lyfjaskortur í Noregi

Mikill lyfjaskortur í Noregi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum