fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Fékk laun hjá sveitarfélaginu í 14 ár án þess að mæta einn einasta dag til vinnu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2004 var sonur yfirmanns hjá sænska sveitarfélaginu Falu ráðinn til starfa hjá sveitarfélaginu. Það var faðirinn sem réð soninn til starfa. En starfið var greinilega ekki erfiðara en svo að nú leikur grunur á að sonurinn hafi ekki mætt einn einasta dag til vinnu en hafi samt sem áður fengið greidd laun allan þennan tíma.

SVT Nyheter Dalarna skýrði nýlega frá þessu. Fram kemur að sveitarfélagið hafi nú lagt fram kæru hjá lögreglunni vegna málsins. Ekki hefur verið skýrt frá hversu há laun sonurinn fékk en á 14 árum má ætla að upphæðin sé töluvert há.

Talsmenn sveitarfélagsins hafa ekki viljað tjá sig um málið og segja það vegna rannsóknarhagsmuna.

Yfirmanninum og syni hans var sagt upp störfum hjá sveitarfélaginu í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey
Pressan
Í gær

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár