fbpx
Pressan

Þess vegna skaltu aldrei biðja um sítrónu í glasið þitt á veitingastað

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 21:00

Það gefur vatninu gott aukabragð ef sítrónusneið er sett í það og auk þess eru sítrónu hollar. Þær hjálpa líkamanum að losa sig við úrgangsefni og hafa almennt jákvæð áhrif á heilsuna. En þegar kemur að því að fá sér að drekka á veitingastöðum skaltu alveg sleppa því að fá drykk með sítrónusneið.

Það er algengt á veitingastöðum að sítrónusneiðar séu settar í drykki viðskiptavina en það er betra að biðja starfsfólkið að sleppa því. Ástæðuna er að finna í niðurstöðum rannsóknar sem var gerð 2007. Þá rannsökuðu vísindamenn 76 sítrónur á 21 veitingastað til að sjá hversu margar bakteríur væru á þeim. Niðurstaðan var ekki góð. Tæplega 70 prósent af sítrónunum voru þaktar bakteríum og veirum sem geta valdið sjúkdómum.

Vísindamennirnir tóku eftir því að margir starfsmenn á veitingastöðunum þvoðu sér aldrei um hendurnar áður en þeir handléku sítrónur. Með þessu bárust bakteríur og veirur frá þeim á sítrónurnar en þessar bakteríur og veirur hafði starfsfólkið fengið á salerninu, hurðahúnum, af öðru fólki og svo framvegis.

Það er því betra að hugsa sig um áður en sagt er já við sítrónusneið út í drykkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum

„Við ættum að skammast okkar“ – Vara við gríðarlegum hörmungum
Fyrir 2 dögum

Haustfagnaður SVFR

Haustfagnaður SVFR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sefur þú innan um rykmítla?

Sefur þú innan um rykmítla?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra

Lögreglumaðurinn var á ferð um varðsvæðið – Skyndilega heyrði hann konu öskra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“

Saka íslenskt fyrirtæki um villandi markaðssetningu í Danmörku – „Sýnist þetta vera svikamylla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag