fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Hrottaleg morð á þremur flóttakonum á landamærum Grikklands og Tyrklands

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 04:26

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska lögreglan rannsakar nú morð á tveimur konum og einni stúlku en lík þeirra fundust í gær við landamæri Tyrkalands og Grikklands. Hendur fórnarlambanna voru bundnar fyrir aftan bak og þær höfðu verið skornar á háls.

Líkin lágu nærri hvert öðru en tveir til þrír metrar voru á milli þeirra að sögn Pavlos Pavlidis læknis. Lögreglan hefur ekki enn skýrt frá hverjar konurnar og stúlkan eru en AP segir að þær hafi verið á aldrinum 15 til 35 ára. Reuters segir að þær hafi verið á aldrinum 15 til 25 ára og þar af hafi tvær verið yngri en 18 ára.

Haft er eftir Pavlidis að konurnar séu „Miðausturlandalegar eða norður-afrískar í útliti og að nú sé verið að rannsaka hvort þær hafi komið þaðan til Grikklands.

Það var bóndi sem fann líkin á bökkum Evros, sem er á sem aðskilur Tyrkland og Grikkland, nærri bænum Pragi.

Á þessu ári hafa um 10.000 flóttamenn komið frá Tyrklandi til Grikklands með því að fara yfir Evros en í heildina hafa um 24.000 flóttamenn komið til landsins það sem af er ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar

Lúxusfrí á Kúbu varð að martröð: Auglýsingarnar gefa ekki alltaf rétta mynd – Sjáðu myndirnar
Fyrir 2 dögum

Stefnir í fjöruga kosningu hjá Stangveiðifélaginu

Stefnir í fjöruga kosningu hjá Stangveiðifélaginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu