fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Klúðursferð rússneskra njósnara til Hollands – Mikið áfall fyrir Pútín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 09:10

Fjórmenningarnir við komuna til Hollands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk stjórnvöld segja að Vesturlönd þjáist af njósnamaníu en vestræn stjórnvöld saka Rússa um morðtilræði á erlendri grundu, tölvuárásir og skemmdarverk um allan heim. Vestræn stjórnvöld hafa lagt fram ýmsar sannanir fyrir þessu en Rússar hafa þvertekið fyrir að vita nokkuð um málin eða að hafa komið að þeim. En ótrúleg atburðarás í Hollandi í apríl segir kannski söguna alla og dregur algjörlega úr trúverðugleika Rússa í þessum málum. Hollensk yfirvöld héldu málinu leyndu allt þar til nýlega en þá skýrðu þau frá atburðarásinni.

Það var þann 13. apríl að fjórir Rússar stigu út úr lyftu á Marriott hótelinu í Haag. Þar tóku hollenskir lögreglumenn á móti þeim og báðu þá að fylgja sér að bílaleigubíl Rússanna. Bílnum, dökkgráum Citroen C3, var lagt skammt frá höfuðstöðvum OPCW sem er alþjóðleg stofnun sem fylgist með að bann við notkun efnavopna sé virt. Rússarnir vissu sem var að þeir höfðu verið staðnir að verki. Einn þeirra tók farsímann sinn upp úr vasanum og grýtti honum í malbikið og trampaði á honum til að reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að finna sönnunargögn í honum. Það tókst ekki.

Nokkrum mínútum síðar fundu hollensku lögreglumennirnir sannkallaðan fjársjóð í farangursrými bílsins. Þar voru ótvíræðar sannanir fyrir því hvað mennirnir ætluðu að gera og hvernig rússneska leyniþjónustan GRU starfar erlendis og hversu langt er gengið til að breyta sannleikanum. Bíllinn líktist einna helst James Bond bíl, hann var fullur af raftækjum. Lögreglan lagði hald á marga farsíma, myndavélar, tölvu, þráðlausan netbúnað og 20.000 dollara og 20.000 evrur í reiðufé.

Mynd frá hollensku lögreglunni af farangursrými bílsins.

Í afturglugga bílsins var loftnet falið undir jakka. Því var beint að höfuðstöðvum OPCW. Það var tengt við rafhlöðu og tölvu og gat komist yfir innskráningarupplýsingar notenda í höfuðstöðvunum.

Hinir óheppnu Rússar komu með flugi til Amsterdam frá Moskvu þremur dögum áður. Þeir voru með diplómatavegabréf og því ekki hægt að sækja þá til saka. Þeim var því aðeins vísað úr landi. En ferð þeirra til Hollands var eiginlega gullnáma fyrir vestrænar leyniþjónustur vegna þeirra gagna sem Hollendingarnir komust yfir.

Víðförul fartölva

Tölvan sem fannst í bílnum reyndist hafa verið notuð í Brasilíu, Sviss og Malasíu. Í Malasíu hafði hún verið tengd við þráðlaust net í Grand Millennium Hotel í Kuala Lumpur frá 16. til 22. desember 2016. Á þessum tíma var rannsóknarnefnd að störfum þar en hún rannsakaði örlög flugs MH17 sem var skotið niður yfir Úkraínu 2014. Niðurstaða rannsakenda var að rússneskt flugskeyti hefði verið notað til að granda vélinni. Daginn áður en fjórmenningarnir héldu til Hollands hafði orðið OPCW verið gúglað í tölvunni en höfuðstöðvarnar voru greinilega markmið ferðarinnar ásamt rannsóknarstofu í Sviss þar sem eituefni eru rannsökuð.

Einn af símunum sem Hollendingar haldlögðu hafði verið notaður nærri höfuðstöðvum GRU í Moskvu. Í vasa eins njósnaranna fannst kvittun fyrir leigubílaferð frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins í Moskvu.

Vegabréf fjórmenninganna. Mynd:Hollenska lögreglan

Fjórmenningarnir voru með vegabréf sem voru gefin út á sama tíma og í númeraröð. Nákvæmlega eins og var raunin hjá tvímenningunum sem eru grunaðir um að hafa reynt að ráða Sergej Skripal af dögum í Salisbury í mars.

Allt er þetta mikið áfall fyrir Pútín sem hefur þó ótrauður haldið áfram að þvertaka fyrir að rússnesk stjórnvöld standi fyrir njósnum, tölvuárásum og morðtilraunum víða um heim. Það verður þó að segjast að þetta mál var ekki til að styrkja málstað Pútíns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?