fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Þess vegna ælir fólk þegar það er ölvað

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðra stundina líður þér eins og þú sért konungur dansgólfsins en þá næstu ertu inni á klósetti með höfuðið djúpt ofan í salernisskálinni og ælir og ælir. Þetta hafa margir upplifað sem hafa orðið ölvaðir. En af hverju ælir fólk þegar það er ölvað?

Janne Tolstrup, hjá dönsku lýðheilsustofnuninni, sagði í samtali við Metroxpress að fólk æli vegna þess að líkaminn telji að hann hafi fengið eitthvað sem hann þolir ekki. Hún sagði að í heila okkar sé „ælu-miðstöð“ sem örvast af ýmsum hlutum. Hlutverk hennar sé að vernda líkamann þegar hann telur sig hafa innbyrt eitthvað sem hann þolir ekki.

Það er hins vegar mjög breytilegt á milli manna hvenær æluviðbrögðin láta til sín taka. Tolstrup sagði að það tengdist ýmsum atriðum, til dæmis hversu mikið áfengi fólk hefði drukkið og hversu lengi það hefði verið við drykkju, andlegu ástandi þess og hversu mikið það hafi borðað.

Það er eiginlega ástæða til að gleðjast yfir æluviðbragðinu því það getur bjargað fólki frá dauða ef það hefur drukkið of mikið áfengi. Ef prómilmagnið í líkamanum verður mjög mikið þá fer líkaminn í dvala en það er einmitt það sem gerist þegar fólk lognast út af eftir að hafa drukkið eina flösku af sterku áfengi á skömmum tíma. Þá stígur prómilmagnið hratt og heilinn nær ekki að bregðast við áður en líkaminn fer í dvala og fólk missir meðvitund.

Hún sagði að það væri svolítil ráðgáta af hverju sumir æla í miðri gleðinni en aðrir ekki fyrr en næsta dag þegar timburmennirnir gera vart við sig því þeir komi ekki fyrr en áfengið sé horfið úr líkamanum. Líklegasta skýringin sé að áfengið hafi haft slæm áhrif á magann og hann hafi ekki náð að jafna sig.

Sumum finnst sem líðan þeirra batni við að æla en engin vísindaleg gögn staðfesta að það sé gott fyrir líkamann. Tolstrup sagði að ef fólki finnist því líða betur við að æla þá sé það gott, það sé ekki hættulegt að æla svo lengi sem það gerist ekki daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“