fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Við erum í tómu tjóni þegar kemur að geðheilbrigðismálum

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 20:30

Hægt væri að bjarga 13,5 milljónum mannslífa ef geðheilbrigðismál yrðu tekin fastari tökum í heiminum. Hvert einasta ríki heims getur gert miklu betur í þessum málaflokki. Þetta er meðal þess kemur fram í grein 28 sérfræðinga í málaflokknum sem birtist í vísindaritinu Lancet.

Í greininni segir að geðheilbrigðisvandinn fari vaxandi í heiminum; sífellt fleiri glími við kvíða og þunglyndi. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér, meðal annars aukinn kostnað fyrir ríki heimsins og er talið að árlegur kostnaður muni nema 16 trilljónum Bandaríkjadala árið 2030.

Staðan í geðheilbrigðismálum fer versnandi raunar hvert sem litið er, að mati sérfræðinganna. Þykir þeim það skjóta skökku við í ljósi þess að í dag skiljum við mun betur en áður orsakir og ástæður geðsjúkdóma og geðraskana. Staðreyndin sé engu að síður sú að gæði þeirrar þjónustu sem fólki með þessa sjúkdóma stendur til boða séu verri en hjá þeim sem glíma við líkamlega kvilla. Þegar kemur að geðheilbrigðismálum megi í raun halda því fram að öll ríki séu þróunarríki.

Benda sérfræðingarnir á að ríki heimsins verji allt of litlum fjármunum í þennan málaflokk – það komi í bakið á þeim eins og kostnaðartölurnar hér að ofan gefa til kynna. Fyrir utan allt þetta upplifi geðsjúkir enn fordóma og jafnvel ofbeldi í sumum ríkjum heimsins.

Vikram Patel, professor við Harvard Medical School, var ritstjóri greinarinnar. Breska blaðið Guardian hefur eftir honum að geðsjúkdómar valdi gríðarlegum sársauka í þjóðfélaginu. Þannig megi rekja flest dauðsföll ungs fólks til undirliggjandi geðsjúkdóma. Nefndin áætlar að 13,5 milljónir manna deyi árlega í heiminum af völdum geðrænna kvilla, en inni í þeirri tölu eru einstaklingar sem hafa fallið fyrir eigin hendi eða dáið af völdum neyslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?