fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Yngsta milljarðamæringi Afríku rænt

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tansaníska kaupsýslumanninum Mohammed Dewji var rænt í Dar es Salaam, höfuðborg Tansaníu, í morgun. Hópur manna, vopnaðir byssum, tóku Dewji höndum þegar hann var á leið út af líkamsræktarstöð í borginni. Hann var einn á ferð og ekki með lífverði með sér.

Dewji hefur stundum verið nefndur yngsti milljarðamæringur Afríku en hann er 43 ára og eru eignir hans metnar á 1,5 milljarða Bandaríkjadala, rúma 170 milljarða króna á núverandi gengi. Vitni sögðu að fjórir menn hefðu verið að verki og einn þeirra hafi skotið upp í loftið þegar Dewji var dreginn inn í bíl og honum ekið á brott.

Lögreglu er ekki kunnugt um hverjir voru að verki en rannsókn á málinu stendur yfir. Ekki liggur fyrir hvort mannræningjarnir hafi krafist lausnargjalds.

Dewji er eigandi og forseti MeTL sem framleiðir allskonar varning í Afríku, þvottaefni og reiðhjól svo tvö dæmi af mörgum séu nefnd. Tuttugu og fjögur þúsund manns starfa fyrir fyrirtækið sem er það stærsta í Tansaníu.

Dewji hét því árið 2016 að láta helming auðæfa sinna renna til góðgerðarmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“