fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Hvar í systkinaröðinni ert þú? Það getur mótað örlög þín

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. október 2018 16:16

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur mótað persónuleika þinn hvar í systkinaröðinni þú ert. Flestir þekkja þessar fjórar algengu steríótýpur sem oft er rætt um í sambandi við systkini. Einkabörn leyna tilfinningum sínum, elsta barnið er alltaf stjórnsamt, yngsta barnið er óþekkt og ofdekrað og miðjubarnið – það er bara fast í miðjunni.

Sumir vísindamenn segja að það skipti máli hvar í systkinaröðinni við erum og að þetta sé jafn mikilvægt og erfðir okkar. Hvernig geta tvö systkini verði í sömu hlutverkum innan fjölskyldunnar? Það er væntanlega ekki mögulegt. Foreldrar takast á við uppeldi barna sinna á mismunandi hátt, háð aldri þeirra og hæfileikum en foreldrarnir átta sig vel á þessum mun á börnum sínum. Til dæmis munu foreldrar aðeins treysta elsta barninu fyrir að hugsa um það yngsta en þau yngri fá önnur hlutverk.

Elsta barnið

Elstu börnin eru fæddir leiðtogar. Þau hafa einnig tilhneigingu til að vera áreiðanleg, samviskusöm og með fullkomnunaráráttu og þeim er illa við óvænta hluti. Þrátt fyrir að elstu börnin séu yfirleitt hörð í horn að taka þá eru mörg þeirra einnig mjög góð í að gleðja fólk. Þetta eru fyrirmyndarbörn sem hafa sterka þörf fyrir viðurkenningu þeirra sem eru við stjórnvölinn. Pabbi og mamma eru oft miklu mærðarfyllri yfir fyrsta barninu en þeim sem fylgja í kjölfarið. Elstu börnin eru oftar örvuð til að ná árangri og það styrkir þetta enn frekar að þau eiga ekki eldri systkini sem gera grín að þeim þegar þau prófa nýja hluti.

Persónuleiki frumburðarins

Elsta barnið tekur oft við stjórninni af foreldrum sínum, það er sátt við að taka stjórnina og vill að allt sé í fínu lagi. Það vill fullkomnun í öllu sem það tekur sér fyrir hendur, það vill fá lof frá þeim sem eldri eru og herma eftir fullkomnunaráráttu þeirra. Þetta hefur stundum í för með sér að elsta barnið á erfitt með að játa að það hafi rangt fyrir sér. Það einkennir einnig elstu börnin að þau eru mjög varkár að eðlisfari og reyna að forðast að taka áhættu. Þau eru talin síst líklega af systkinahópnum til að ferðast eða takast á við líkamlegar áskoranir.

Það er áhugavert í þessu samhengi að allir þeir sem hafa farið út í geiminn eru elsta barn foreldra sinna. Þá er rúmlega helmingur þeirra sem hafa fengið Nóbelsverðlaun elsta barn foreldra sinna og það sama á við um forseta Bandaríkjanna að sögn Avmedia.

Miðjubörnin

Það er eins og miðjubörnin séu föst í miðjunni. Þau halda oft að eldri systkinin fái meira en þau og að yngri systkinin séu ofdekruð og fái sérstaklega mikla athygli. Miðjubörnin eru oft góðir samningamenn, hafa raunhæfar væntingar og eru oft sjálfstæðasta systkinið.

Þar sem þau þurfa að glíma við bæði eldri og yngri systkini er aðalhlutverk þeirra í fjölskyldunni að samhæfa hlutina og tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Það er kannski auðvelt að telja að þau hafi engin skýr verkefni innan fjölskyldunnar en þau gegna nú samt sem áður mikilvægu hlutverki. Þau tengja hlutina saman og láta þá ganga upp. Þau eru einnig yfirleitt góð í mannlegum samskiptum. Það getur þó verið erfitt að reikna þau út og þau eru alveg örugglega algjör mótsögn við eldri systkini þegar kemur að persónuleika og lífsviðhorfum.

Persónuleiki miðjubarnsins

Sú tilfinning miðjubarna um að þau fái minni athygli foreldra og ástvina verður til þess að þau eru svolítið dulin og erfitt að lesa í tilfinningar þeirra, þau vilja ógjarnan deila hugsunum sínum eða tilfinningum með öðrum. Þau eru yfirleitt góð í að lesa í annað fólk enda alvön að fást við eldri og yngri systkini. Þau eru því góðir friðarstillar, sjá allar hliðar málanna og eru sjálfstæð og hugmyndarík.

Yngsta systkinið

Margir telja að yngsta barnið lifi skemmtilegasta lífinu en það er ekki bara gleði og leikur sem einkennir líf þeirra. Þar sem þau eru yngst eru þau stöðugt borin saman við eldri systkinin sem eru, eðlilega, fljótari, sterkari, stærri og gáfaðri en það yngsta. Þetta verður til þess að þau yngstu þróa með sér smávegis „Ég skal sko sýna þeim!“ viðhorf. Þau virðast því kannski svolítið uppreisnargjörn og hvatvís í samanburði við eldri systkinin. Það að vera litla barnið í fjölskyldunni þýðir auðvitað að það eru fleiri til að hugsa um það og annast þarfir þess og þannig verða þau ofdekruð og auðvitað heillandi.

Persónuleiki yngsta barnsins

Yngsta systkinið finnur auðvitað ekki fyrir þeim þrýstingi sem felst í því að vera elsta barnið eða „ég er skilinn útundan“ tilfinningu miðjubarnsins. Mörg yngstu systkini velja sér algjörlega öðruvísi leið í lífinu en eldri systkinin til að forðast beina samkeppni. Þau yngstu eru kannski heillandi en þau eru stundum stjórnsöm, ofdekruð og gerð að svo miklum smábörnum að það jaðrar við að þau séu hjálparlaus. Þau eru yfirleitt gædd góðri sköpunargáfu, eru félagslynd og mannblendin og eru oft talin vera ógætnust af systkinum sínum þegar kemur að fjármálum. Það má segja að þau vilja bara hafa það gott og eiga góðar stundir.

Einkabarn

Einkabörnum svipar til elstu barna í systkinahópi. Foreldrar gera yfirleitt miklar væntingar til þeirra. Þau hafa stekan persónuleika, jafnvel sterkari en elsta barn í systkinahópi. Það má lýsa þeim sem skipulögðum, traustum, samviskusömum, alvarlegum og íhaldssömum og það aðeins meira en gengur og gerist. Þörf þeirra fyrir fullkomnun getur þróast yfir í tilhneigingu til sjálfsgagnrýni sem og gagnrýni á aðra. Þau búa yfir auðugra ímyndunarafli en önnur börn. Þeim semur yfirleitt betur við fólk sem er eldra en þau sjálf því þau eru vön að eiga í samskiptum við eldra fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“