fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Tyrkir eru sagðir vera með hljóð- og myndbandsupptökur af morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. október 2018 04:22

Jamal Khashoggi.

Tyrknesk yfirvöld eru sögð vera með hljóð- og myndbandsupptökur undir höndum sem staðfesta að sádíarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur inni á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl.

The Washington Post skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum embættismönnum í Tyrklandi. Blaðið segir að tyrknesk stjórnvöld hafi skýrt bandarískum stjórnvöldum frá þessu. Einn af heimildarmönnum blaðsins segir að á hljóðupptökunum heyrist „hvað kom fyrir Jamal eftir að hann fór þarna inn“.

„Maður heyrir rödd hans og raddir sem tala arabísku. Maður heyrir að hann er yfirheyrður, pyntaður og síðan drepinn.“

Hefur blaðið eftir einum heimildarmanna sinna.

Annar heimildarmaður segir að á upptökunum heyrist þegar Khashoggi er misþyrmt.

Khashoggi var gagnrýninn á stjórnarhætti í Sádí-Arabíu og hafði undanfarið dvalist í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag í síðustu viku til að sækja skjöl vegna fyrirhugaðs brúðkaups hans. Hann hefur ekki sést síðan.

Tyrknesk yfirvöld voru fljót til og sögðu að Khashoggi hefði verið myrtur inni á ræðismannsskrifstofunni og lík hans síðan flutt á brott. Þessu vísa Sádí-Arabar á bug. Þeir hafa ekki viljað afhenda upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem staðfesta frásögn þeirra um að Khashoggi hafi yfirgefið sendiráðið.

Ef rétt reynist að Tyrkir séu með fyrrgreindar upptökur undir höndum getur það skýrt af hverju þeir voru svo fljótir til að fullyrða að Khashoggi hefði verið myrtur inni á ræðismannsskrifstofunni. Þetta setur þá þó í ákveðna klemmu því upptökurnar eru þá um leið sönnun þess að Tyrkir njósna um útsendara erlendra ríkja í landinu og hvernig þeir gera það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna