Pressan

Segir gjaldþrot Primera Air bara hafa verið það fyrsta í röð gjaldþrota flugfélag

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 14:05

Lággjaldaflugfélagið Primera Air fór nýlega fram á að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Ef marka má orð Johan Lundgren, forstjóra EasyJet, eins stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, þá var þetta bara fyrsta gjaldþrotið í röð gjaldþrota annarra lággjaldaflugfélaga.

„Við munum sjá fleiri gjaldþrot.“

Sagði Lundgren á Abta ráðstefnunni nýlega. Samkvæmt frétt The Independent vildi Lundgren ekki nefna önnur flugfélög en sagði að „veikburða þátttakendur á markaðnum“ eigi í vandræðum vegna hækkandi eldsneytisverðs.

Flugfélög festa yfirleitt eldsneytisverðið fyrir einn ársfjórðung eða fleiri í einu. Það verður því ekki fyrr en í ársbyrjun 2019 sem hækkandi eldsneytisverð fer að þrengja að þeim. Mörg lággjaldaflugfélaganna þurfa einnig að greiða háar fjárhæðir í bætur til farþega vegna seinkana á flugi og það er þeim kostnaðarsamt. Sem dæmi má nefna að Primera skuldaði fleiri milljónir í slíkar bætur í Danmörku þegar félagið fór í gjaldþrot. Önnur eiga í erfiðleikum með að fá flugmenn til starfa og það er auðvitað ekki til að auðvelda þeim starfsemi.

Það er erfitt fyrir flugfélögin að velta hækkandi eldsneytisverði út í verðlagið því samkeppnin er gríðarlega hörð.

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian er nú sagt eiga í erfiðleikum og standi jafnvel frammi fyrir skorti á lausafé innan skamms. Samkvæmt frétt Check.in.dk þá hefur Norwegian greitt fyrir 22 prósent af ætlaðri eldsneytisnotkun sinni það sem eftir lifir árs og þarf því að kaupa eldsneyti á markaðsverði en tonnið kostar nú 780 dollara. Í greiningu svissneska bankans Credit Suisse kemur fram að Norwegian lendi í lausafjársskorti ef verðið á tonn af eldsneyti fer í 700 dollara svo staðan er mjög slæm ef þetta er rétt.

Bandaríska fjárfestingahúsið Bernstein er sömu skoðunar og Credit Suisse og telur að staða félagsins sé svo slæm að það verði að falla frá samningum við lánadrottna sína og að það muni hafa í för með sér mikið streymi úr fátæklegum sjóðum félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda