Pressan

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 13:30

Hún ætti kannski bara að fá sér smá lúr.

Ef þú ert ein(n) af þeim sem fær sér miðdegislúr þá er það hið besta mál og bara hollt og gott. ”Maður hleður batteríin. Einbeiting og viðbrögð verða betri. Maður virkar einfaldlega betra og manni líður betur.” Hefur Alt for damerne eftir Børge Sivertsen, hjá norsku lýðheilsustofnuninni en hann rannsakar svefn.

En þetta þýðir þó ekki að maður eigi bara að henda sér út af daglega án nokkurrar umhugsunar því það er ekki gott að fá sér miðdegislúr ef maður á erfitt með svefn á nóttunni. Þá er heldur ekki gott að sofa of lengi. Best er ef lúrinn varir í 15 til 20 mínútur en 5 til 10 mínútur eru betri en ekkert. Ef lúrinn er lengri en 30 mínútur tekur djúpur svefn við og hann stelur frá nætursvefninum.

Það er líka mikilvægt að hugleiða hvenær dags lúrinn er tekinn. 20 mínútna lúr um hádegið er bestur og telur Sivertsen að hann geri svo mikið gagn að hann vill að fólk fái sér slíkan lúr í vinnunni.

Slíkur lúr gefur ekki aðeins heilanum nýja orku heldur getur hann einnig komið í veg fyrir stress.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir

Átta manna fjölskylda var myrt á kerfisbundin hátt árið 2016: Nú hafa fjórir úr annarri fjölskyldu verið handteknir
Pressan
Í gær

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði
Fyrir 2 dögum

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni

Spáð sumarblíðu um næstu helgi á rjúpunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni

Leynileg skjöl sýna hversu hræðilegar afleiðingar sólstormar geta haft á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það

Apple er að hægja á iPhone-símum – Svona er hægt að laga það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda